Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1848, Page 5
an af minna1. Hrognkelsaveiðin var í minna lagi,
eins og menn segja opt reynist í góðuni fiski-árum.
Hafsela aíli á rá varð allri venju minni við Isafjarð
ardjúp og víðar. Fáeinir hafselar veiclclust í stórsela-
nótum og náði sá, er mest veiddi, þannig 18 að tölu.
Jar á móti raktist vel úr vorkópa veiðinni, og ætla
menn, að það hafi studt veiði þessa, að skotmenn
fóru minna að sehaveiðum jienna vetur, en að und-
anförnu.
Jegar eg liefi fcannig minnst árgæzkunnar bæði
til sjós og lands á ári þessu, verð eg að geta þess
lika, að þó að sauðfenaður hefði allt af á auða og
þíða jörð að gánga, ogværi, að kalla mátti, aðsumr-
inu sokkinn ofan í grasið, reyndist fjárskurður naum-
lega í meðallagi, og má vera að nokkuð hafi ollað ó-
timgun sauðfjárins, því að vetrinum var hann víða
livar þjáður af mikilli niðurgáiigssýki, og er ei talið
Fyrra árið varð f>ar 3 lýsislunna hlutur hæstur. Um leið
og eg get ftessa, vil eg skýra nokkuð ítarlegar frá hákalla tit-
vegnum í Strandasýslu: hafa þar upprunalega verið tvær veiði-
stöður Gjögur og Skreflur, og geingu 3 eða 4 skip í
hvorri, uin og eptir seinustu aldamót. Skipin voru ti æríngar
og vertíðin frá sumarmálum til messudaga; atlinn að meðaltölu
nærhæfis lýsistunna til hlutar og allur veiddur hákall ilutlur á
land, þá dugði tiræður legustreingur með skipi, og ei var ieingra
til iniða sókt en hálfaðra vlku sjóar. Nú er, svo að kalla,
hætt að róa í Skreflum, en á Gjögri var árið 1838 20 róð-
rarskip, en í ár 10. Er nú þegar farið að hyggja þar injög
stóra 8 æringa, og fylgja hverjum þeirra 2 ^krípar” og 170 faðma
lángur legustreingur, og annað eptir þvi. svo hákallaveiðin
verði sókt dýpra og legið úti á nóttum; eru þetta því dugn-
aðarmeiri fyrirtæki, sem þau kosta meira, og eru hyrjuð ein'
mitt á þeim tíma, sem Islirðirigar eru að leggja niður stóru
hákalla-skipin sin, en taka aptur upp sexæríngana til hákalla
og liskiveiða.