Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1848, Síða 7
7
f)ar sem hún kollkastaðist og sökk í sama vetfángi,
sem hún í ofsaveöri beitti við inn á höfn á Súg-
andafirði. Líka liefir mér gleymzt að geta f)ess, að
skip týndist úr fiskiróðri undan Jökli í Jan. mán.
1841, með 8 mönnum, í sama sinn, og annað róðr-
arskip hraktist þaðan, eins og sagt er frá, til Barða-
strandar. Slisfara þeirra, sem orðið hafa með fiil-
farsskipum, get eg siðar, þá minnzt verður á þau í
5. atriði. En liér vil eg geta þess, að 1 maður við
fuglaveiði fórst úr Látrabjargi, og annar norður við
Hornstrandir við sömu athöfn. Frézt hefir hka að
2 menn kvæntir í Snæfellsnessýslu hafi fyrirfarið
sjálfum sér, og 1 maður í Isafirði, árið sem leið.
3. LÁT HELDRA FÓLKS
Jón Jónsson fyrrum kaupmanns fulltrúi á ísa-
firði. Bjarni stiulent, Bjarnason og kona lians Sol-
veig Brandsdóttir. Erlendur snikkari Bjarnason, .Ten-
sen og kona lians Katrín Sigurðardóttir, ekkja Da-
víðs stúd. Schevings. jþessi tvenn hjón fórust með
háti þeim, er áður er getið um að týnzt liafi frá
Stykkishólmi út rneð Eyrarsveit* 1.
*) J>að sem gleymzt hafði og vanhermt var í „Gesti“ í
fyrra er þetta:
1 8 3 9.
Markús prestur Jiórðarson á Alptamýri. Guðríður Gísla-
(lóttir, kona Benedikts stúd. Björnssonar i Krossholti, nú prests
í Fagranesi. Vanhermt: Anna Aradóttir, á að vera Anna Sig-
ríður Aradóttir.
18 4 1.
Vanliermt: Kaupm. Knudzen, á að vera kanpmaður ðíikolai
Jes Knudzen.
1 8 4 2.
Gísli stúdent Vigfússon á Okriim. Guðrún Sigurðardóttir,