Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1848, Qupperneq 19
19
vera viðast hvar á lamlinu, að kornvara var keyjtt
ineiri, en góðu ltófi gegndi; Jjví víða var svo við
sjáfarsiðu, að ekki dugði að leggja í búið korntunnu
á mann, heldur ætluðu suntir manninum allt að 2
tunnum, og lijá sveitabóndanum munu kornkaupin,
að öllu samantöldu, ei hafa orðið minni en svo, að
frá hálfri til heillar korntunnu var ætlað á mann;
nú í ár breyttist þetta þannig, að margir voru þeir
bændur vestra, sem keyptu ekki nerna áttunda eða
sjöunda part af kornvöru móts við það, sem nú var
talið, og nokkrir keyptu alls ekkert, nema svo sem
skeppu af rúgi, og aðra af grjónum til afbrigðis á
hátíðum eða tyllidögum. Já voru þeir og nokkrir,
sem litið eða ekkert seldu af tólki og fiski sinum,
og lögðu það búinu til forða; öfluðu ser þess utan
fjallagrasa og kálmetis, í stað þess að kaupa korn-
vörur óhæfu verði, og eg hefi ekki annars var orðið,
en þetta fari í góðu lagi, svo nú er eg ekki vonar-
laus um, að eins og margir Vestfirðíngar hafa gefið
hvöt minni til kályrkjunnar í fyrra góðan róm, taki
því nú ei síður, þegar eg mælist til, að þeir haldi á
fram með að mínka kornkaup sin, þó verða kunni,
að kornvara lækki i verði, en gefi sig meira við
hinu, er landið sjálft gefur af sér til manneldis, og
tel eg í öllum árum kályrkjuna og jarðeplaræktina,
í því tilliti, liinn vissasta, hægasta og liættuminnsta
bjargræðisveg.
Eg get ekki skilizt svo við atriði þetta, að eg ekki
láti í ljósi undrun mína á deyfð og samtakaleysi Vest-
firðinga í verzlunarefnum, þar eð ekkert vörubóta-
félag er enn á stofn sett meðal þeirra, eins og þau,
er þegar eru vel á veg komin í landinu; eru þó
öllum þeim, sem nokkuð hugsa um gagn og sóma
þjóðar sinnar, auðsén þau not, er af vöruvöndun og
réttum verzlunar samtökum má leiða; það er því
2*