Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1848, Qupperneq 22
22
fiskiveiðar nieð bátum hafi víðast gefi/t velhérvest-
ra, hetír lítið orðið úr fiskinum, þegar farið var með
hann á kauptorgið. Af þessu getur, eftilvill, leidt
það, að hjúastéttin uni og eiri betur, en áður, liög-
um sínum.
Ekki hafa málaferli risið upp á ári þessu, sem
teljandi sé, nema það sem eymir eptir af söniu þjófn-
aðar óknyttum, og fyrri hefir loðað við í Snæfellsnes-
sýslu, og í Barðastrandarsýslu hefir bóndi nokkur,
kona lians og dóttir orðið uppvís að 14 kinda stuldi
í haust er leið.
Sú breytíng hefir á orðið í veraldlegu stjórn-
inni, að amtmaöur Qórðúngsins, konferenseráð,
Riddari og Dbrm. B. Thorsteinsen ferðaðist utan
í sumar til að leita sér læknínga við sjón-
depru, er á hann sækir á efri árum hans; á með-
an hann er burtu, geguir sýslumaðurinn í Borgar-
fjarðarsýslu, Jón Pétursson, amtmanns embættinu;
hafði liann áður verið sýslumaður í Strandasýslu, og
gegnir ]>ar nú sýslunmnns verkum valdsmaður í Dala-
sýslu C. Magnusen. Mýrasýsla er nú iiðug, og gegn-
ir Magnús stúdent Gíslason á Vogi embættinu þar;
Barðastrandarsýsla hefir feingið nýan sýslumann, Br.
Svenzon, en hennar fyrri valdsmaður G. Johnsen
fékk lausn frá embætti og var um leið sæmdur
kammerráös nafnbót, hefir hann þjónað sýslumanns
embættinu í sýslu þessari, sem er næsta örðug, í
35 ár, með stöðugri iðjusemi, svo hann hefir að mestu
einn ritað hvern bókstaf, sem etnbætti hans kraföi,
því liann hefir eingan skrifara haldið.