Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1848, Blaðsíða 39
39
liann rnuni verða meiri eða minni, en hann liefir
verið. Allir sjá, að ef uppástúnga meiri hlutans
verður framgeing, {)á muni takast af sá ójöfnuður,
að sá gjaldi jafnan skatt, sem tiundar 30 hndr., og
hinn sein ekki á nema 5 hndr.; en |eg hefi aptur
lieyrt marga bændur kviða öðrum ójöfnuði, sem
menn vissu ekkert af áður, en hann er sá, að nú
bæri þeim að gjalda jafnan skatt, sem hefir 20
manns fram að færa, og hinum, sem ekki hefir í
heimili nema 3 menn, ef báðir tíunda jafnmikið;
ininnir marga, að {>etta væri helzt fundið að skatta
uppástúngu Gríms arntmanns í Hróarskeldu hérna
um árið. Af {>ví öllum {>\ kir {>að miklu skipta, sem
má, að skattgjaldslög séu sem einföldust og auð-
skildust, að skattaheimtan sé sem óbrotnust og
skattarnir sem fæstir, {>á finnst sumum, sem
uppástúnga meiri lilutans sé nokkuð margbrot-
in, {>ar sem {>að er lagt til að taka skattinn að f af
lausafé, en f af fasteignum, og þó tekjuskatt af
fasteignum að auki. j>að liefi eg heyrt ílesta bænd-
ur fullyrða, að ef skatturinn ætti að vera vinsæll og
réttlátur, {>á mætti hvorki heimta liann né taka af
öðru en {>ví, senr gæfi af sér arð nokkurn, ekki af
öðru en {>ví, sem til væri. En væri skatturinn lagð-
ur eingaungu á fasteignina, eins og Johnsen asses-
sor lagði til, {>á yrði hann tekinn opt og tíðum, t.
a. m. eptir mikil hallæri, af {>ví sem ekki væri til,
og eingan arð gæfi, {>ví jörðin sjálf gefur ekki ann-
an arð, en fénaðinn, sem á jörðunni framíleytist,
og sé liann fallinn fyrir óáran, f>á er ekki rétt að
gjalda jafnmikinn skatt, og ef allur sá fénaður væri
til, sem á jörðunni getur framfærzt. j>að mun f>ví
hafa verið á góðum röknm bygt, f»egar forfeður vor-
ir lögðu skattinn eingaungu á framtalið lausa fé, en
vildu {>ó fara eptir {>ví, hve mörg skylduhjú hverr