Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1848, Síða 40
40
einn gjaldþegn ætti að annast. Annað mál er það,
að þeir kunna að liafa liaft lieldurfrekt tillit til þessa
siðara atriðis, enda heíir það og valdið ójöfnuði,
sem og hitt, að skatturinn hefir hvorki hækkað né
lækkað, að réttum jöfnuði við hundraða töluna, sem
fram er talin. Bóndi nokkur fyrir norðan var að
slá upp á f»ví í sumar við prestinn sinn, að sér
þækti rétt, að hverr gjaldþegn væri [laus viö skatt-
gjahl af jafnmörgum lausafjárhundruðum og hann
liefði marga skylduómaga fram að færa, en gyldi af
hundruðunum, sem um frain væru, í stað skattsins,
gjaftollsins, lögmannstollsins, og konúngstíundarinn-
ar, sem nú væri goldin; sá skattur ætti að fara
mínkandi að réttri tiltölu af hverju hundraði, eptir
því sem hundraðatalan væri meiri, því sá, er mikið
lausafé ætti, þyrfti svo miklu meira að kosta til
fólkshalds, jarðargjalds, jarðar - og húsa viðurhalds,
en hinn sem lítið tíundaði, og opt væri einyrki, og
hefði þvi ekki önnur lijú að annast en börnin, sem
léttu á honum skatti af jafnmörgum hundruðum og
þau væru mörg sjálf; hann, bóndinn, tók til dæm-
is, að ef af 1 til 10 hundr. væru goldnir 4 fiskar af
liverju, rnætti gjalda af llta hundr. 3^ fisk', þá af
12 til 18 hundr. 3 fiska af hverju, þá jafna gjnldinu
á 19da og 20ta hundraðið svo að væri á milli 3 og
2 fiska af liverju, en úr þvi 2 fiska að 30 hundr., og
þá 1£ fisk af hverju hundraði úr því, en af fasteign
vildi hann taka tekjuskatt og láfa jarðeigendurna
sjálfa gjnlda hann, svo hann gæti ekki lent áleigu-
liðunum.
5að kærni vist mörgum vel, Gestur minn, ef
þú gætir sagt nokkuð frá áliti merkra manna þar
vestra, um þetta áríðanda málefni, þar eru margir
skynsamir menn og greindir í kríng um þig, en ekki
tjáir að geyma alt þessháttar alþíngi svo, að ekki