Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1848, Page 54
54
vængjunum, sem ei eru stórar pípufjaðrir, en stærstu
vængjaQaðrirnar ætti að geyma, og seinna rífa af
þeiin fiðrið, en kasta burtu hörðustu pípunum, eins
og konúnglegt boð er fyrir.1
$egar þannig er nú búið að reita fiðrið af fugl-
inum, er ekki minna vert, „að gæta feingins fjár, en
aflaþess“; en til þess að fiðrið geti orðið velverkuð
vara, verður vandlega að gæta þess, er eg nú
skal geta:
1) Ef fuglinn er votur, þegar liann er veiddur,
eða vöknar, áður en bann er reittur, má aldrei láta
það fiður saman við þurrara fiður, fyrr en öll væta
er úr því.
2) Hið mjúka smáfiður af höfði og hálsi fugl-
anna er bezt að láta í gisinn strigapoka, og heingja
síðan upp í mænir á vindsvölu húsi, og láta það
vera þar í 12 vikur, mun það nógu lángur timi til
að þurka það og rýma allri ólykt burt úr því.
3) Bríngufiðrið, eður hið livita fiður af fuglin-
um, á strax að taka úr ílátinu, sem það var reitt í,
og breiða það á lopt eður fjalagólf í liúsi, þar sem
ekki er mikill vindsúgur, og ei þarf um að gánga,
nema hægviðri sé, ei má fiðrið breiða þykkra en
svo, að í mesta lagi sé 6 þumlúnga að þykt á lopt-
fjölunum; þannig á það að liggja í 2 eða 3 mánuði,
og jafnvel leingur, ef færi er á, hafi fiðrið í fyrstu
vott verið, síðan er það látið í ílat og verður þá að
varast að troða því fast saman. í fiðri þessu hitnar
aldrei, og sú ólykt, sem í þvi felst, er óðara horfin
úr því, ef svo er að farið, sem nú var sagt.
4) Bakfiðrið og það, sem með því er af vængj-
unum reitt, fer bezt að þurka og verka, eins og
bringufiðrið; en verði því ekki við komið, á að láta
það í gisna hærupoka, sem heingja á út. í vind, en
t) Taxta tilskipim 30. Maí 1770.