Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1848, Qupperneq 61
2. LÍTILL LEIÐAR VÍSIIl
tíl
J a r ð e p 1 a - r æ k t u n a r.
Inng ángur.
„Jarðepli vilja allir eiga“ þannig kveður hinn
nafnfrægi garöyrkjumaður, Bjarni prestur Arngríms-
son, að orði í verðlaunariti sínu um „Nauðsyn og
nytsemi Garðyrkjunnar®, bls. 28. Eru {>etta sann-
mæli, að því leyti sem jarðar - vöxtur f>essi þykir
lostætur, en að hinu lej'tinu hefir viljinn til að eign-
ast {>au af eiginn handafla verið ærið framkvæmdar-
lítill hjá mörgum, og er f>að talið samfara ýmsri
annari háttsemi hér í landi. Leingi hefir deyfð og
sérþótti manna, hleypidómar og fastheldni við gainl-
an vana, kunnáttuleysi og atorkuleysi aptrað alþýðu
frá að taka upp nokkra nýa siði, og hefir kveðiö svo
að því, að sá bjargræðisvegur, sem auðveldastur er
og næst liggur hvers manns heimili — og það er
garðyrkjan — hefir ekki í 100 árin síðustu, eður síð-
an konúngur árið 1754 bauð hverjum bónda á lOhndr.
jörð, að byggja maturtagarð 11 áln. í ferhyrníng, náð
þeim framförum og þroska, sem allir sjá að vel hefði
mátt verða, en þótt konúngur hafi siðan mikið studt að
þvi, Landbústjórnarfélagið, og ýmsir atorkumenn og
mentamenn þar að auki gjört að þessu talsverða gáng-
skör, þá er garðyrkjan komin að eins á þann veg
meðal alþýðu, sem einmitt neyðarúrræði, harðindi og
og ófriðar-tímar liafa þrýst henni, eins og t. a. m.
meðan á 7 ára stríðinu stóð, frá 1807 til 1814.1
Samt eru nxi margir meðal alþýðu svo lángt á veg
1) Les þessu til sönnunar ofannefnt rit bls. 19 og 43, og
Ármann á aiþ. 3. árg. Ids. 25 — 26 og 94— 114.