Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1848, Side 78
78
inum visirinn. Munur er á, livafi æðurnar sitja leingi
á eggjunnm, eptir þvíhvernig viðrar; þvi í kuldaveö-
urátt þarf æðurinn mánuð til að klekja út úngunum,
en góðum mun skernur er hún að því í hlýviðrum,
þegar líður á vor. Sjaldan fer æðurin af lireiðri,
þegar hún er fullorpin, en þegarhún gjörir það, ann-
aðhvort til að baða sig eða drekka, breiðir hún dún-
inn vandlega yfir eggin; því meir sem eggin únga,
þess spakari verða æðurnar. ðleðan æðurin situr á
eggjunum, hýrist blikinn optast við hreiðrið, þángað
til að líður undir útleiöslu, fara þá ílestir þeirra að
verða mjög lausir við, og að lokunum yfirgefa þeir
alt saman, æður og únga, eru þá margir þeirra bún-
ir að skipta litum, og orðnir svartari á vængjum og
baki, en áður, safnast þeir þá í stóra hópa, og loks-
ins fara þeir burt úr Breiðafiröi, og ljalda þá um
messudagaleitið suður fyrir Snæfellsjökul; þó verða
geldirblikar allitir og hálflitir eptir upp til fjarða, sem
halda þar kyrru fyrir alt sumarið. Jegar hausta tekur,
koma blikarnir, og safnast saman á vanalegar vetrar-
stöðvar; þángað koma og æður þær, sem mist liafa
úngana, sem ermesti hlutinn, liinar halda sig rneðúng-
unurná eyasundum. fegarlíður að vori, fer fuglinn
að nálægjast varplöndin, eru þá ætið íleiri blikar, en
æður, sem ollir þá og endrarnær ósamlyndis mikiis,
skiljast þá æðurnar, sem áður er sagt, frá úngunum
og gipta sig, verpa þessar æður seinna en þær, sem
koma giptar að varplandi. Eptir hlýviðra - vetur
verða íleiri blikar ógiptir á endanum, en eptir frosta-
vetur, og ber það til þess, að þá farast fleiri æður,
sem verða gripfuglum að bráð, er þær hafa næði,
vegna ísanna, að vera við löndin. Menn hafa og
tekið eptir því, að betri veröur dúntekjan eptir frosta
vetur, en hlýviðrasainan, því ætin til djúpanna eru
kostabetri, en á eyasundunum, svo fuglinp verður