Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1848, Síða 94
94
um og eggjum, livar sem hafa fundizt, eður gjöra
þau að kakleggjum. Ósjaldan koma og máfar til ey-
anna, og gjöra æðarvarpinu óskunda, bæði með {>ví
að stela eggjunum, og líka farga þeir æðarúngunum,
J»ó þeir sé livergi nærri eins absúgsmiklir og svart-
bakar; en jmr j)eir verpa i fjöllum uppi, erekkiauð-
velt að ná til þeirra; únga sína munu þeir og ala
mestmegnis á skelfiski. J)á vitjar valurinn líka ey-
anna, og er næsta þrálátur, drepur liann æðurnar á
hreiörunum; en fugla auðveldast er að skjóta hann,
því hann er spakrar náttúru, af hræfuglum til.1
Af því, er eg hefi skýrt frá hér að framan, er
Ijóst, að vel á við æðarfuglinn orðtækið: „margur er
kviks voðinn“, og öll líkindi eru, þó æðarfuglinn
eigi ervitt með að Qölga, þar sem hann á þvilíka ó-
vini, refinn, örnina, lirafninn, svartbakinn, auk ann-
ara, þó að einginn þeirra sé eins skæður, hvað kyn-
fjölgun æðarfuglsins snertir, eins og svartbakurinn;
því refurinn er optast unninn, áður en hann gjörir
mikiö tjón; örnin drepur ekki nema einn æðarfugl í
einu, og opt fer hún svipferðis; úr þjófnaði krumma
má mikið bæta með ríflegri eggja eptirgjöf; en á
æðarúngadrápi svartbaksins er einginn hemill; því
opt gleypir hann 4 og 5 únga í einu, og það nokkrum
sinilum á dag, þegar hann þarf fyrir únga að draga. En
eins og nauðsynlegt er, að mínu áliti, að allar til-
raunir séu gjörðar, til að eyða óvini þessum, eins
hygg eg sjálfsagt, að ekki megi eyða að mun einni
tegund þeirra, nema hinum sé fækkað jafnframt líka;
annars er liætt við, að miður fari, en skyldi, efmik-
ill mismunur kemst á jöfnuð þann, er augsýnilega
1) iþað mun vera ílestra venja, að hrella Tjaldinn ekki um
of, þar sem hann verpur í varplöndum; því ekki sparar hann,
að því leyti sem hann orkar, að lemja gripfugla frá hreiðri
sínu.