Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1848, Page 97
97
leitað er frara að útleiðslu, {)arf að velja þau beztu
veður, sem fást; f>ví seu votviðri, {>egar leitað er,
vöknar dúninn og skemmist í hreiðrunum, en séu
hvassviðri og kuldar, {tá þykir fuglinum mikiö fyrir
að hrekjast af hreiðrunum: [>ví öll líkindi eru til, að
hann viti, hve skaðvænn kuldinn er fyrir eggin, sem
öll elskan er í rauninni á, því vegna eggjanna elsk-
ar harín dúninn; þar að auki eru ránsfuglar hvað
gráðugastir í vondu veðri, og gánga í opin hreiðrin
á eptir leitarfólki. Beri svo við, að menn verði að
leita, þegar ekki er sem bezt veður, er haganlegast
að byrja leitina að kvöldinu til, og hætta undir morg-
uninn, því þann tímann er alt kyrrlátara, og óhult-
ara fyrir ásókn gripfugla, en á rnorgnana og fram
eptir dögunum. Betur fer lika að leita um aðfall og
flóð, en útfall og fjöru, verði því viðkomið, því hæð
sjáfarins eykur fuglinum spekt, en fjarlægð hans
stygð. jþegar leitargángurinn byrjar, raðar formað-
urinn öllu niður; lætur hann þann, er hann veitvan-
astan og dyggvastan af leitarfólkinu, gánga ut-
an með eyunum; sjálfur geingur hann í miðju, og
Iætur næst sér gánga á aðra hönd þann, er óvanast-
ur kann að vera, svo hann geti sagt honum til: þá
sér hann líka ávalt yfir leitarfólkið, og á hægast
með aö bregða sér í annara gáng, til að vita, hvort
hlýdt sé reglum þeim, er hann hefir sett. Eptir
þetta geingur liverr sinn leitargáng alt vorið; því
bæði verður hverr Ieitarmaður þá kunnugastur, hvar
æðurnar eiga, og á svo liægra með að leita að út-
leiðslu-dúninum, þar hjá verður fuglinn spakari, ef
hann venst sama manninum alt vorið. Betur fer að
gánga ekki beint áfram að æðarfuglinum, heldur láta
hliðina snúa að þeim fuglinum, er maður ætlar að,
og líta undan, um leið og að honum er geingið.
Forðast verður köll, hávaða og hlaup, en hafa skal
7