Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1848, Side 100
100
rusl á botrti hreiðursins, en [teajar hún er alreytt, fer
hún eins að bæta ofan á dúninn og utan með grasi
og öðru ])ess háttar. Misjafnt er álit manna og að-
ferð viðvíkjandi dúntökurmi framan af varpi; sumir
vilja eingan dún láta taka, fyrr en út er leidt, og
færa það til sins máls, að þá verði dúninn betri, og
að æðurnar úngi fyrr út, og að úngarnir verði þá
stærri og fjörmeiri til að taka á móti lopts og sjó-
ar óblíðu, og er þetta sannleiki, því hiti afæður og
miklum dún erúnganna aðalfjör og framfara meðal;
aðra veit eg, sem taka að eiris lítinn dún, en þó í
hverri leit, svo seinast er að eins lítið dúns eptir,
blandast hann þá svo saman við þáng, gras og |mosa,
er æðurnar eru sífelt að reyta, að hans gætir ekki,
og verður ekki aðskilinn; þeiria get eg ekki, sem
tóku allan dún, jafnótt og hann kom, því það var
hið mesta skaðræði fyrir varpið. Hin fyrst nefnda
aðferðin er og hagkvæm að því leyti, að æðurnar
verða feitari eptir ásetuna á miklum dún, og kald-
egg að likindum færri; en aðgætandi er, að komi
hvassviðri á útleiðsludúninn svona mikinn, er hann
svo léttur og líflegur, að hann fýkur, þegar er gustar;
sama er að segja, rigni hann, er liann útbreiððari
móti vætunni; og i þriðja lagi er það iðja gripfugla,
að reyta hann út um alt til að leita eptir kaldeggjum.
Virðist mér því haganlegast, að taka í fyrstu leitum
svo sem ijórðúng, en aldrei meir en þriðjúng dúns
úr hreiðri, þángað til að út er leidt; færi eg það til
míns máls, að sé mikill dún undir æðurinni, þolir
bæði hún og únginn það: og þó hvm reyti bæði þáng
og gras og mosa saman við dúninn, er það til þess,
að dúninn verður þýngri fyrir hvassviðrunum, en sá
dúninn sern fyrst er tekinn, er bæði drjúgur og góð-
ur, en það er ekki unt að vita, hverr skaði að þvi
verður, ef dúninn fýkur; þvi opt viðrar svo, að menn