Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1848, Side 102
102
meiri dún en svo, að fareidt verði utan um £á, svo
að kyrrir haldist í hreiörinu; er [)á betra, að láta f)á
hina frískari vera í miðju, en liina utan við, og spekj-
ast [>eir við það, og una betur í hreiðrinu, einkum
ef gras og þáng er reytt ofan á dúninn, sem eptir er
skilinn til að þýngja á þeim. ^egar votviðri hafa
geingiö, ríður á, að dúninn sé ekki eptir skilinn, því
æðurnar reyta gras og þáng ofan á dúninn undir
eggin, svo þau liggi ekki í vatninu, verðnr þá faezti
dúninn undir í hreiðrinu niður viðjörð, á því að taka
alla hreiðurkörfuna upp , og tina úr henrii dúninn,
og er þessi voti dún ekki látinn saman við hinn
þurrari, verði ööruvísi viðkomið. Mjög ríður á, að
vandlega sé leitað eptir dúninum, og allur athugi
á hafður, að ekki gángist lijá lireiðrum ; verður því
hverr að líta eptir, hvar hinn geingur, og einginn að
fara fljótar, en annar. J>egar menn eru að fara á
milli eyanna, verða hvervetna á leiðinni æður með
úngum, eru þær þá orðnar svo styggar, að þær íljúga
lánga leið í burt frá úngunum, en þeir tvístrast víðs
vegar, stinga sér, og sjá, ef til vill, móðurina aldrei
aptur; því svartbakurinn er þá optast á ferðinni og
hirðir 3 og 4 í sarpinn í einu; til að sporna við þessu,
verða menn að krækja xír vegi frá æðunum, ogætla
þeim, sem eru nálægt landi, landmegin við bátinn,
því þá fljúga þær miklu skemra, og bíða heldur við,
meðan báturinn skýzt fram hjá.
9. Um dúnhirbíngu.og hreinsun.
5ó ekki megi leita að dún eðurlesa hann sam-
an, meðan á votviðrum stendur, ríður á að fresta
því ekki, úr þvi vatnið er blásið af hreiðrunum og
dúnfokinu í kríng; er þá opt votur dúninn niðri í
hreiðrunum, en Iivort lieldur hann er votur tekinn
undan æðunum, eður útleiðslan er vot, má ekki