Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1848, Side 110
110
heitingu og malníngu, en einkum viö hristíngu; veitir
ekki af, J)ó tíndir séu upp hnoðrarnir við hver grindar-
tinu skipti, og moskinu sópað til hliðar, svo gólfið
sé ávalt hreint undir, og dúninn hristur með aðgætni
ogstillingu. Um fram alt ríður á því, að dúninn sé
vel hreinsaður, og ekki lakar en svo, aö ekki finn-
ist neiít hart í honum, en ekki heitir hann vel hreins-
aður eður rétt góður, fyrr en lítið sem ekkert sést
í honum, og ekkert duptast úr honum, f)ó hann sé
hristuryfir lireint borð og pappír. íþegar húið er að
hreinsa dúninn, er hann látinn lauslega í ílát, og
geymdur á rakalausum stað; Jiví sé ekki svona með
hann farið, verður hann ósélegur eður slæm verzlunar-
vara1. Áður en moskiö eða úrgángurinn úr dúnin-
um er borinn út, fer hetur, að ná úr hnoðrunum, sem
niður hafa fallið, sem ætíð eru nokkrir, þó varlega
og með vandvirkni hafi hrist verið; J)ví þó það, er
þannig næst úr ruslinu, geti ekki orðið verzlunar-
vara, er það til góðra nota í svæfla og þess háttar;
en því er náð á þann veg, að grindin er lögð á úr-
gángsdýngjuna, og hrælað snarpt, festast þá linoðr-
1) jbví er miður, að ileiri, en skyldi, hafa alt til þessa ekki
hreinsað dúninn betur en svo, að hann yrði ekki gjörður ræk-
ur af verzlunarmönnum, og haft hann siðan við raka eður slagn-
íng, til þess að hann þýngdist; en vonandi er, að þessi óvönd-
un fari heldur þverrandi, og menn láti sér þó einhvern tíma
segjast svo, við áminníngar og aðvaranir föðurlandsvinanna,
reynslu sjálfra þeirra og .skaða, að þeir hætti þó um síðir að
vinna það til fyrir ósæmilegan stundar - hagnað að gjöra sjálf-
um sér og þjóðinni hina mestu svívirðu, og, ef tii vill, ó-
bætaniegt tjón á bjargræði sínu. Aðferð þeirra ieiði eg hjá
mér að nefna, sem ágirnd og óráðvendni er svo mögnuð hjá,
að þeir svífast ekki að svíkja þenna sölueyri sinn, eins og
annan, með ýmsu móti, því „þar er betra að þegja um, en
segja um.“