Gangleri - 01.01.1870, Qupperneq 10

Gangleri - 01.01.1870, Qupperneq 10
10 er það í ináli þessu hlýtur að hafa að lögum og eptir eðli inálsins; hvað þýddi þá, að það hefði breytt frum- varpinu í nokkru „verulegu", og hvað átti það með það í raun og veru ? Alls ekkert. Og hvað þýðir það, að þingið hefði breytt því í hinu óverulega, eins og minni hlutinn gjörði ? það, að gjöra að vild stjórnar- innar, smjaðra sig fram við hana og hjálpa til, að gjöra landið að undirlægju ríkisþings Dana, og gjöra það þann- ig ver farið en það er nfi, eður í einu orði: ógagn, já, tjón landi og lýð I þetta hefir meiri hlutinn ekki sam- vizku til að gjöra, og tekur því það eina ráðið, sem rjett er, sem sje, að afbiðja frumvarpið í heild sinni sem lög. Ilann færir og nægar ástæður fyrir því, hve óhagfelld og þýðingarlaus sje ábyrgð hins íslenzka ráðgjafa eptir frumvarpinu ; hversu rjetti íslands sje hallað með þvf, að fá ríkisþingi Dana í hendur löggjafarvald yfir oss í öllu verulegu ; hversu rjetti hinnar íslenzku þjóðar sje liallað með því að svipta hana atkvæði um hin almennu mál ríkisins, en heimila ríkisþinginu { saineiningu við ráð- herrann skattálögu vald yfir oss til þessara mála ; hve fjarstætt það sje, að demba uppá oss grundvallarlögum Dana ; og loksins hve ónógt árgjald það sje, er frum- varpið býður, — sem þó var óvíst að fengist —, til þess, að nokkur stjórnarbót komist á hjá oss í fram- kvæmdinni, og hve mikils árgjalds vjer gætum krafist, sem leigna af skuld vorri hjá Dönum, ef rjettur vor væri eigi fyrir borð borinn, sökum magnleysis vors. Engar af ástæðum meiri hlutans sjer minni hlutinn sjer fært að „hrekja“ og reynir það heldur ekki; enda getur maður hvervetna lesið á milli línanna hjá honum, að hann, undir niðri, er £ Öllu verulegu saradóma

x

Gangleri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.