Gangleri - 01.01.1870, Síða 39

Gangleri - 01.01.1870, Síða 39
39 „Það er svo; ekki vissi jeg það“. Maðurinn vísaði ná greifanum inn í ofurlítið herbergi, eins konar munka- klefa; og sagði að ekki mundi langt að bíða þess, að ábótinn kæmi lieim. En greifinn spurði, hvort hann mætti ekki koma niður í eldhúsið á meðan, því að hann kynni að geta lagt eldamanninum ýras góð ráð. Mað- urinn kvaðst ekki ætla, að neitt mundi vera móti þvf, en kvaðst fyrst ætla að koma farangri greifans á vísan stað; „en það er satt; er mikið fje í þverpokanum* ? „þrjö þúsund, sex hundruð og tuttugu „dúkatar““, anz- aði greifinn, „Það er gott; jeg skal sjá um það“, mælti hinn, og gekk burtu með allt dótið. Bí>aö er auðsjeð, að það er ráðvant grey, þessi munkur“, sagði greifinn við sjálfan sig. Litlu sfðar kom munkurinn aptur, og bauð greif- anum að fylgja sjer eptir til eldaskála; voru þar margir eldar uppi, og sinn rjetturinn yfir hverjum; þótti Weð- er þar heldur gott um að litast, og hugsaði með sjálf- um sjer, að það sæi á, að hann ekki hefði liitt á föstu- dag. Því næst heilsaði hann eldamanni, skoðaði í alla potta og pönnur, drap fingrinum í hjer og hvar og smakk- aði á. En allt í einu verður honum litið á eldamann- inn, sem ætlar að fara að láta salt í eggjaköku; þá er Weðer öllum lokið, Ideypur að eldamanninum, þrífur af honum eggjakökuna, og segir: „En hvað ertu að hugsa, maður“? „Hvað jeg er að hugsa? Jeg ætla að láta salt í eggjakökuna“. „Hver ósköp eru á þjerl í eggjakökur láta menn ekki salt, heldur sykur og sæt ber“. Eldamaður þykktizt við, vildi taka kökuna af greifanuin aptur, og kvaðst vilja sjá, hver hjer rjeði mestu. „Það gjöri jeg“, var sagt með hárri röddu á

x

Gangleri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.