Gangleri - 01.01.1870, Qupperneq 41

Gangleri - 01.01.1870, Qupperneq 41
41 en nú Tar liann mjög lirörnaöur; veggirnir þaktir kongn- lóarvef, en gluggar víðast brotnir, og llugu Ieðurblökur út og inn. fetta kveld var bjart í salnum aí mörgum ljósum; fram með veggjunum stóð fjöldi af byssum og öðrum vopnum, en í miðjum salnum var breitt á borð; voru dúkarnir af hinum d/rasta vefnaði, en borðbúnað- ur allur af silfri, og þótti greifanum það gegna furðu, hversu dýr hann var og fagur; gat hann ekki að sjer gjört, að dást að sjálfsafneitun þessara guðs-inanna, er ættu slíka fjársjóðu, en lifðu þó á svo afskekktum stað, og í svo hrörlegum hýbýlum, líkt og einsetumennirnir á fjallinu Karinel, eða í eyðimörkum Egyptalands forðum' í salnum beið ábótinn, og munkarnir, eitthvað 20 að tölu, greifans. Ábótinn gekk á móti honum, og bað liann enn afsaka, að hvorki rjettirnir nje hýbýlin væru eins og vera bæri. „Bústað vorum“ mælti hann, „hefir ef til vill verið lýst fyrir yður eins og hann væri að- setur sælu og gleði; heimurinnn dæmir oss opt rang- lega, en jeg vona, að þjer, herra greifi, Iátið oss njóta sannmælis, þegar þjer aptur komið meðal heimsins barna“. „Ekki veit jeg, hvað vantar á rjettina“, anzaði greifinn, „og sjeð hefi jeg, að nóg er til í búri og eldhúsi af góð- uin vistum; það skyldi þá vera að vínið vantaði, eða væri ekki sem ákjósanlegast“. „Hvað vínið snertir, þá getið þjer verið óhræddur, því að þ a ð er gott“. „Þá sje jeg ekki að neitt vanti*. „Enn er það“, mælti ábót- inn, „að jeg er hálíhræddur um, að yður kunni að þykja sumir siðir vorir óklerklegir; það er t. a. m. einn af siðum vorum, að vjer setjumst aldrei svo til borðs, að ekki hafi hver af oss 2 hlaðnar skammbyssur á borðinu, fyrir frainan sig; og gjörum vjer það, til þess að vera

x

Gangleri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.