Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Page 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Page 2
2 höfuð. Mannlýsingar allar, hverjum helzt er sagan tekr að lýsa, eru svo vel sagðar, að maðr hlýtr að undrast yfir, hversu þar er vel að orði komizt. Engin saga segir eins vel frá lögum og mála- sóknum, eins og Njáls saga, og hún sýnir einmitt fram á það, hversu það var bæði misjafnt, að menn kunnu lögin, og höfðu krafta til að beita þeim eða fœra sér þau í nyt; eg tala hér um sé þetta rétt skilið og rannsakað til hlítar. Engin af vorum merk- ari sögum er þjóðkunnari enn Njáls saga; það má svo að orði kveða, að hún sé á hvers manns vörum hér á landi; það er líklegt að hún hafi verið bæði sögð og lesin alment, frá því sagan mynd- aðist og fram til þessa dags; að Njáls saga hefir verið mjög oft upp rituð, sýna þær mörgu handritaleifar, sem af henni eru enn til. Eg hygg þetta ekki vera of sagt um þessa sögu. Hinn frægi sagnaritari prófessor P. A. Munch hefir sagt einhversstaðar í ritum sínum, að Njáls saga sé það snildarverk, sem standi jafnfœtis hin- um mestu meistaraverkum Grikkja og Rómverja, eða hverrar þjóð- ar sem vera skal, enn þann stað get eg ekki nú fundið; enn Munch talar um Njáls s. í „Det norke Folks Historie 3. Del“, bls. 1034, og lofar hana þar mjög. Enn þetta álit merkra manna í öðrutn löndum á fornsögum vorum hefir hin síðustu árin af öðrum snúizt upp í kappsamlega viðleitni að rengja sannleik þeirra margra, og hefir Njáls s. sér- staklega verið tekin til þess. Eg ímynda mér, að almenningi hér á landi muni þykja nógu fróðlegt, að sjá dálítið sýnishorn af þeim lofsamlegu tilraunum, og tek þá til þess bók, sem út hefir komið fyrir skömmu í Berlín um Njálu eftir tvo unga frœðimenn, K. Lehmann og H. Schnorr von Car- olsfeld, mest um málasóknirnar í Njáls s., og svo þar að auki um sitthvað annað, t. d. örnefni og staðalýsingar; úr þeim köflunum tek eg þetta, sem ég tilgreini hér. Bókin er heilmikið rit, tölu- vert á 3. hundrað bls. í allstóru broti, og heitir „Die Njálssage insbesondere in ihren juristischen Bestandtheilen. Berlin 1883“. Enn það verður ekki ætlazt til, að menn. sem aldrei hafa svo mikið sem stigið fœti sínum á ísland, og ekki einu sinni komið svo nálægt því, að ekki hafi verið reginhafið í milli, geti frœtt oss um, hvernig hér til hagar? þ»ar til þarf alt öðruvísi rannsóknir. Sá, sem ætlar að rannsaka sögur vorar, þarf að koma á sögu- staðina sjálfa, og sjá með sínum eigin augum, og verja til þess miklum tíma og athygli, skrifa alt upp á staðnum og gera þar þær athugasemdir, sem honum þykir þurfa; hann þarf og að skýra frá því, hvað hann hefir sjálfr séð og hvað hann kann að þurfa að hafa eftir öðrum, og tilgreina þá menn. Hið nauðsynlegasta er, að rannsaka með grefti þar er helzt þykir þurfa; pað er pegjandi vottr og tekr af öll tvímæli. Maðr þarf og að hafa góða þekkingu

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.