Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Qupperneq 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Qupperneq 18
i8 I. bls. 82, um það, að nefna menn úr fimtardóminum, þá er þetta hvorutveggja alveg samkvæmt að aðalefninu til; einungis er hér eitt atriði, sem ekki er í Grágás, nefnil. að sœkjandi skuli nefna sér votta og bjóða verjanda að nefna þá aðra sex menn úr dómin- um. þ>etta sýnist þó eðlilegt og mun hafa verið í hinum fornu lögum, eins og t. d. að bjóða við votta að hlýða til eiðspjalls, Kb. I. bls. 54 og 79, og að bjóða til að ryðja kvið, bls. 61. Enn hafi þetta þannig verið, þá hefir þetta ekki komizt inn í þau skrifuðu Grágás- arlög, að minnsta kosti sem vér nú höfum. Þegar Njáls sögu og Grágás skilr á, verðr það nákvæmlega að yfirvegast eftir kringum- stœðum, og þá taka það sem réttara og eðlilegra virðist vera; önnur er rituð lög, enn hin munnlegar málasóknir. Enn það er auðvitað, að Njáls s. hefir verið undirorpin miklu meiri breytingum enn Grágás, vegna þess að hún er svo margrituð upp, og sumir afritararnir á síðari tímum ekki skilið lögin fullkomlega; kunna þau því eitthvað að hafa blandazt sumstaðar. Ef menn nú athuga í heild sinni það, sem hér að framan er sagt, þá mun það verða ljóst, að bæði frásögnin og öll framsetn- ing ber það með sér, að hér eru sýndar þær lifandi munnlegu málasóknir og lífið á alþingi, eins og það gekk til í þessum mál- um, það er að segja sem næst því, sem frásögnin lá fyrir sögurit- aranum; frá þessu öllu er sagt með fjöri og snild, sem miklu meira líkist því, að hinn upprunalegi söguritari hafi farið eftir frásögn, er komin var frá sjónar- og heyrnarvottum, heldr enn að þetta væri síðari tíma tilbúningr, eða fyrst sett saman á síðari hluta 13. aldar. Málasóknirnar og það, sem þar að lýtr á þinginu, og bar- daginn á alþingi, er sá merkasti kafli i sögunni, og í annan stað Njáls brenna og það, sem þar til heyrir. þ>að er sjáanlegt, að ritari sögunnar hefir leitazt við að segja frá þessu öllu sem greinilegast. Engin af vorum fornsögum lýsir eins vel og rétt alþingisstaðnum sem Njáls s.; um þetta hefi ég nokkuð talað í Árbók fornleifafél. 1880—1881 í „Rannsókn á hinum forna alþingisstað íslendinga“. jpað má nærri segja, að alþingisstaðrinn sé nokkurs konar miðpunktr í Njálu; þetta er og eðlilegt, því þar verða þau stórtiðindi, sem ekki koma fyrir í öðrum vorum sögum; um lögin er mjög talað vegna þess, að Njáls. s. er viðburðaríkari enn nokkur af fornsög- um vorum, sem gerzt hafa hér á landi (ég fráskil náttúrlega Sturl- ungu), og með því að á hennar dögum var almenn virðing fyrir lögum og landsrétti, eins og ég hefi áðr sagt, þá var lögunum beitt eftir flest víg og sakir, ef ekki komust sættir á, enn hversu er þetta ekki ólíkt þvi, sem við gekkst á 13. öldinni eða Sturlunga tíma, eins og nokkuð er minzt á hér að framan? þ>að mun óhætt að fullyrða, að þau tíðindi og viðburðir, sem hér gerðust á alþingi, hafi verið þeim mönnum, sem bæði heyrðu

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.