Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Síða 22
22
læra það, sem nauðsyn ber til, heldr enn hitt, sem manni bæði
þykir merkilegt og gaman að.
Ef alt væri dregið saman í eina heild, það sem Njáls. s. segir
viðvíkjandi alþingi, þá má nær því svo að orði kveða, að þar sé
mikið af sögu alþingis, frá þeim tíma er sagan nær yfir, og er
það mjög þýðingarmikið, að vita um lífið á þessum merka stað og
hvernig þar fram fór. í liðsbóninni bæði á undan brennumálunum
og málinu út af vígi Höskuldar er frásögnin ekki síður vönduð,
nákvæm og snildarleg, svo það er nær því sem maðr sjái það lif-
andi fyrir augum, og sem sýnir, að þetta er varla dauðr og tilbú-
inn bókstafr; skal eg hér að eins þessu til sönnunar benda á fáein
dœmi, enn í heild sinni sýnir það sig bezt í sögunni. jpegar þeir
Ásgrímr og Njálssynir fóru fyrst i liðsbónina segir : „ásgrimr gekk
þá út (o: úr búðinni) ok næst hánum helgi njálsson, þá kári sölmund-
arson, þá grímr njálsson, þá skarphjeðinn, þá þórhallr ásgrímsson,
þá þorgrímr hinn mikli, þá þorleifr krákr, þeir gengu til búðar
gissurar hins hvita, ok gengu inn í búðina. gissurr stóð upp í móti
þeim ok bað þá sitja ok drekka“; þessari röð er haldið síðan, svo
það skeikar ekki; það er ekki nóg að segja, að þeir gengu tii búð-
arinnar, heldr einnig (sem þó reyndar var auðvitað) „inn í búðinau,
og þessu er alt af haldið. þegar þeir komu til búðar Snorra goða
segir: „þar var maðr einn úti fyrir búðinni. ásgrímr spurði, hvárt
snorri væri í búð. sá sagði at hann var þar. ásgrímr gekk inn i búðina
ok þeir allir. snorri sat á palli. ásgrímr gekk fyrir hann ok kvaddi
hann vel. snorri tók hánum blíðlega ok bað hann sitja. ásgrímr
kveðz þar munu eiga skamma dvöl, enn þó er við þik erindit“.
Hér er það tekið sérstaklega fram, að þeir hittu einn mann úti
fyrir búðinni, enn hvergi er það annarstaðar; þetta er blátt áfram
af því að svo hefir verið hér, enn annarstaðar ekki, þannig er
sögnin nákvæm ; hér er það og tekið fram, að pallr eða upphækk-
un var undir öndveginu, og víðar segir það. Nú fóru þeir til búð-
ar Skagfi-rðinga ; þá búð átti Hafr hinn auðgi, og er hans ættartala
þar talin ; þá segir : „þeir ásgrímr gengu inn í búðina. hafr sat
í miðri búðinni ok talaði við mann. ásgrímr gekk at hánum ok
eru þeir þó enn margir úkveðnir«. Konungi þótti Stúfr vera frœðimaðr mikill
á kvæði, og átti enn rœður við hann daginn eftir, og greiddi mál hans.
Síðan fór Stúfr norðr til Kaupangs á konungs fund; tók hann vel við
honum; ngerðist Stúfr handgenginn konungi ok var með honum nokkura
hríð; hann hefir ort erfidrápu um Harald konung, er kölluð er Stúfs-
drápa eðr Stúfa«. þessi tvö dœmi úr Haraldar sögu sýna, að mikill
sagna- og kvæðafróðleikr var þegar myndaðr hér á landi skömmu eftir
miðju 11. aldar; þá vóru og höfðu verið hér friðartímar og lengi síð-
an, svo ekkert glapti fyrir, og menn höfðu nálega ekki um annað að
hugsa.