Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Síða 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Síða 26
26 finning fyrir lögum stóð ámjög lágu stigi á i3.öldinni, og sérstak- lega síðari hluta hennar ; það þarf ekki lengra að fara enn að nefna lagasmíðið á síðari hluta 13. aldar og réttarbœtrnar, og fremr öllu öðru lögbókina Járnsíðu. íslendingar höfðu þá svo litla tilfinningu fyrir lögum sínum, að þeir sleptu þeim og tóku í staðinn norsk lög, sem vóru miklu ver, samin enn hin fornu íslenzku lög. Sturla £>órð- arson var þá í Noregi um alllangan tíma, og meðal annars setti hann þá saman Járnsiðu með Magnúsi konungi lagabœti. Saga Guðmundar biskups Arasonar eftir Arngrím ábóta, Biskupa s. 2. bl. 162, þar segir: „Um kveldit sezt þ>órðr á einn þverpall, ok kallar til sín son sinn, er Sturla hét, er síðan varð riddari Magn- úsar konungs Hákonarsonar, ok lögmaðr, ok með hans ráffi ok til- lögu skrifaði konungrinn fyrstu lögbók til íslands síðan landit gekk undir konungsvald“. Allir vita, hvílíkr afbragðs frœðimaðr Sturla var, enn samt sem áðr er Járnsíða mjög lélegt lagasmiði. Hún er ekkert annað enn illa gerðr samtíningr úr islenzkum og norskum lögum; er hún að öllu leyti svo illa gerð, að Konráð Maurer hefir kallað ásigkomulag hennar aumkvunarlegt1. Slikr lagasmiðr var Sturla lögmaðr, ágætasti frœðimaðr íslands á síðari hluta 13. aldar. Enn þegar svo er máli farið, er þá líklegt að einhver og einhver samtíðarmanna hans hafi búið til annað eins snildarverk og Njáls s. er ? Vér höfum og ekkert lagarit, sem er fyrst ritað og til búið á þessum tíma, enn aflagaðar sögur höfum vér, t. d. Hávarðar sögu ísfirðings, Bandamanna sögu og Ölkofra þátt o. fl.; í þessum tveimr siðasttöldu er mikið talað um málasóknir, enn á millum þessara sagna og Njáls s. er svo „mikið djúp staðfest“, að það þolir eng- an samanburð. Sturlunga s. ber ekki það með sér, að lögunum hafi verið mikill gaumr gefinn á 13. öldinni; sagan nær yfir alt ísland, og þar koma fyrir miklir og margháttaðir viðburðir, sem sagt er frá með hinni mestu nákvæmni; lögréttan er þar ekki einu sinni nefnd sem löggefandi2, ekki hennar verkahringr eða skipan lög- 1) Dr. juris Konráð Maurer, prófessor í Miinchen : »XJdsigt over de nordgermanske Retskilders Historie«. Kristiania 1878. bls. 40, sjá og bls. 93 og víðar. 2) Enn lögréttan er nefnd við það tœkifœri, þegar höfðingjar vóru að fylkja á alþingi alvopnuðum flokkum'sem til bardaga, og var sjálfr lögsögu- maðrinn stundum þar fremstr í flokki. Menn bygðu og varnarvirki á alþingi, sem tóku 600 manna stór eða meir, og sjást enn leifar af því, sem og hlýtr að vera, þar sem þetta var svo stórkostlegt. Lögréttan er og einu sinni nefnd við það tœkifœri í Sturlungu, að sagt er þar til sektar Rafnssona ; þetta er þó varla rétt eftir gömlum lögum, þvi allar lýsingar áttu að fara fram að lögbergi, og það sem gerðist f lögréttu, því átti að lýsa að lögbergi. Oðruvísi er þetta í Njálu; sekt Gunnars á Hlíðarenda \ar lýst að lögbergi, og eins er það í hinum eldri sögum, þar sem um slíkar lýsÍDgar er talað. það er því ekki ætíð svo gott að byggja á Sturl-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.