Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Qupperneq 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Qupperneq 27
27 réttunnar, sem líklega hefir verið farin að breytast, og það áðr enn landið komst undir konung. Dómsvaldið vóru menn þá og hættir að nota nema í einstöku smámálum ; þó menn væru gerðir sekir, hafði það stundum litla þýðingu, þvi menn fóru sem ósekir eins eftir sem áðr. Menn beittu sverðseggjum og brennum, ef ekki varð komið einhverjum sættum á, enn sumir urðu að falla og deyja „sínum herra“ ; við þetta alt hefir hlotið að koma tilfinningarleysi fyrir lögunum. f>annig gekk það á Sturlungaöldinni, eins og áðr er minzt á* 1. fegar höfðingjar á síðari tímum tóku hver undir sig mörg goðorð, þá var grundvellinum haggað undir þeirri fornu dóm- nefnu, enn goðarnir skyldu einnig nefna menn í lögréttuna. |>að er ekki ólíklegt, að friðartíminn hér á landi hafi staðið í sambandi við virðinguna fyrir lögunum. Enn eg skal ekki hér fara lengra út í það mál. Eins og eg hefi minzt á hér að framan, vantaði ekki sjónar- og heyrnarvotta á alþingi, bæði við liðsbónirnar, brennumálin og bar- dagann á alþingi ; sama er segja um Njálsbrennu, sem stendr í nánu sambandi við alt þetta, og það sem þar að lýtr; þar eru við- staddir ioo manns fyrir utan Kára, og alt það lið, sem komst úr brennunni. Að mönnum hafi verið þessi tíðindi eða atburðir minn- isstœðir alla sína ævi, og að þeir hafi sagt frá þeim með rökum svo nákvæmlega, sem þeir kunnu, og einkanlega þegar þeir komu á alþingisstaðinn, þarf ekki að taka fram frekara, enn þegar er gert, því það liggr í hlutarins eðli; hitt er og eins vitanlegt, að mönnum hefir verið forvitni mikil að heyra sagt frá þessum tíðind- um á sjálfum staðnum, og jafnvel leitazt eftir að heyra þetta með eigin eyrum og læra af gömlum mönnum, meðan þeir enn lifðu, er sjálfir vóru hér vottar að2. Onnur eins lagadeila, og önnur eins ungu í þess konar efnum, því menn höfðu það þá ýmislega, þó hún sé áreiðanleg saga í öðru. 1) Sjá Dr. juris V. Finsen »Forerindring« framan við Skálholtsbók, bls. 33—34. 2) Eg vil nú tiltaka uni bardagann á alþingi; menn sem vóru hér við- staddir, hafa bæði gert og getað sýnt og sagt öðrum hvar hver viðburðr skeði, t. d. hér flýðu þeir Flosi vestr yfir ána; hingað komust þeir upp í skarðið milli Virkisbúðar og Hlaðbuðar; hér stóð fylking Snorra goða ; hér á hrauninu féll Ljótr sonr Halls á Síðu ; hér féll Eyjólfr Bölverks- son, hér lá hann dauðr o. s. frv. Nú er það eftirtektavert, að einmitt við þessa viðburði, sem hér urðu, segir söguritarinn rétt í hjartans ein- lægni: »enn þó hjer sje sagt frá nokkurum atburðum, þá eru hinir þó miklu fleiri, er menn hafa engar frásagnir af«. Hvernig stendr nú á að ritari sögunnar segir þetta ? Ef þetta er síðari tíma tilbúningr eða í það minsta þau smærri atriðin, þá var það honum sjálfum bezt kunnugt; hefði svo verið, þurfti hann alls ekki að vera að afsaka, að margt væri, sem engar frásagnir væri um;hann þurfti þá ekki að taka þetta svo ná- kvæmlega, því þá hafði hann frjálsar hendr að yrkja og rita sem hann 4*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.