Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Qupperneq 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Qupperneq 28
28 stórtíðindi höfðu aldrei gerzt á alþingi, síðan það var sett í fyrstu, og önnur eins brenna hafði aldrei orðið hér á landi fyrri, nema ef til vill Blundketilsbrenna. þ>annig hefir maðr þá — eg verð að segja — nokkurn veginn fulla vissu fyrir, bæði að frásögnin mynd- aðist á sjálfu „vettvanginu“ eða alþingisstaðnum, og að hún hefir getað haldizt óhögguð í tvær mannsævir, eða um 130 ár, hjá þeim mönnum, sem urðu 80 ára gamlir ; meðan frásögnin gekk ekki nema gegn um einn lið, fyrir utan þann, sem sjálfr sá og heyrði, mun óhætt að ætla, að hún hafi haldizt rétt. Eg vil nú tiltaka eitt, sem vel getr hafa átt sér stað, og enda er mjög svo eðlilegt: Sæmundr fróði (1055—1133) kom út hingað aftr frá Frakklandi úr skóla 1076 ; hann hefir getað talað við mann — og það fleiri enn einn—sem sá og heyrði öll þessi tfðindi og viðburði á alþingi: sá Skarphéðinri, Njálssyni og aðra þá höfðingja, sem hér vóru og rœðir um, með því nú að sá maðr var hér á þessum þingum svo sem 15 vetra* 1 og komst síðan yfir áttrœtt ; þar að auki hefir Sæ- mundr átt kost á að tala við marga aðra merka menn, sem sjálfir höfðu heyrt sögnina af þeim mönnum, sem hér vóru viðstaddir og sáu og heyrðu alt þetta. Sæmundi var því hœgt að rannsaka alt vildi, og útmála þetta efni eftir því sem honum þótti bezt við eiga og prýða söguna, eða fylla hana sem mest, enn það gerir hann ekki. Vér höfum hér því söguritarans eigin orð, að hann hvorki getr né vill rita það, sem greinilegar frásagnir vantaði um, enn vissi þó að hér gerð- ust miklu fleiri viðburðir. Eg skal að eins drepa á það hér, að Njála segir það sem rétt mun vera, að í þennan tíma hafi verið komin kirkja á þingvelli. Á þessu þykja hinum þýzku höf. vera eitt missmíðið, ogsegjaí riti sínu á einum stað, að þar hafi ekki verið kirkja fyrr enn 1019. þó höfum vér vitni ann- arar sögu, sem ljóst tekr það fram, að á þingvelli var komin kirkja 1014, Ljósvetninga s. bl. ðl, 53 og 54, og þetta er í þeiin kafla sögunnar, sem einna bezt er sagðr; og aðrar sögur segja, að ýmsir bygðu heima hjá sér kirkjur strax þegar kristni kom, já og 15 árum áðr enn kristni var lög- tekin var bygð kirkja að Ási í Hjaltadal. Skyldi þá ekki kirkja hafa verið bygð á alsherjarþingi landsins svo fljótt sem varð, er kristnin kom? Ólafr helgi gat gefið kirkjuviðinn fyrir það, þótt kirkja væri þar áðr ; hann hefir viljað hafa þar veglega kirkju; sá er skilningrinn. Um kirkju á alþingi þarf annars að tala meira. 1) Að menn riðu til alþingis á þessum aldri og jafnvel yngri, og að þá var álitið, að menn hefðu fengið þroskaða skynsemi til að taka eftir, sýnir Grágás, er segir Kb. I. bl. 38 : »Scal karl maN .xij. vetra gamlan. eþa ellra nefna i dóm. þaN er fyrir orði eþa eiþi kaN at raþa«. Hún seg- ir og Kb. I. 142, að ef goði andast, og sonur hans 12 vetra gamall er eftir, þá skal hann fara með goðorðið, ef menn lofa það ; því fylgdi þó vandi mikill að fara með goðorð á þingi. Ólafr pá reið á þing 12 vetra, Laxd. bl. 52. Kútr var svo eitt sinn á alþingi, að 14 synir hans fóru með honum, Laxd. bl. 68, og eru þeir allir nefndir á nafn í Landn. bl. 115, nokkrir af þeim hafa hlotið að vera ungir. Grettir reið til alþingis 15 vetra, Grettis s. bl. 27—28, og faðir hans kvað hann vel mega halda uppi lögskilum.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.