Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Qupperneq 29

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Qupperneq 29
29 þetta mál yfir höfuð, og mynda hér af — fyrir það fyrsta — rétta munnlega sögu, það er að segja, ef honum var það nokkuð hug- leikið, eða hann kærði sig um það. þó þetta standi nú ekki beinlínis „svart á hvítu“, því þá væri heldr ekki hér um margtað rœða, þá skal eg leyfa mér að ætla, að Sæmundr hafi haft atferli, til að leita eftir sannleikanum f þeim viðburðum, sem gerðust í hans eigin héraði, og forfeðr hans vóru við riðnir. Sæmundr er vor elzti og annar merkasti frœðimaðr, sem kunnugt er; hann er kallaðr formtra og lærðr allra manna bezt“, og það af'þeim manni, sem lifði sköinmu eftir hann, og var samtíða Páli biskupi, enn lifði þó nokkuð lengr, nefnilega höfundi Hungrvöku ; þar að auki er annarstaðar lokið mörgum lofsorðum á Sæmund, og víða til þess vitnað. Ari fróði (1067—1148) hefir og getað vitað um þetta efni líkt og Sæmundr, þó eg ætli ekki að hann sé höfundr að þessu, þá hefir hann þó hlotið að heyra Haukdœli, slika frœðimenn, minn- ast á þessi tíðindi einhvern tíma, þar sem hann var þar í 14 ár á sinum yngra aldri ; Ari hefir þvi sjálfsagt vitað um þetta, enn hans sögn ætíð merkileg ; Hallr fóstri hans (995—1089) var svo gamall og minnugr, að hann mundi, er þangbrandr skírði hann þrevetran, að sögn Ara; hann segir og að Hallr var „minnigr oc úlyginn“ ; ekki er nú samt hrósið meira hjá Ara, og mun það ekki ofsagt; enn aftr segir Snorri Sturluson í formála fyrir Heimskringlu, að Hallr var maðr „stórvitr ok minnigr“, og talar þar mikið um hann; það væri ekki ólíklegt, að Hallr hefði verið á þessum þingum, séð og heyrt þessa viðburði ; hann var þá kominn til vits og ára, þar að auki gat hann vitað um hin fyrri tíðindi, sem gerðust í Njáls s„ heyrt það af þeim mönnum, sem sáu og heyrðu og enda vóru þar við staddir1. það mætti nú að vísu segja um þetta hér að framan, að það sé bygt að miklu leyti á getgátum einum; vera má að svo þyki, enn eg hygg, að hœgt væri að sýna þær getgátur, sem ekki eru bygðar á meiri líkindum. þegar um þetta mál er að rœða, 1) Pyrir utan aðra höfðingja, sem hér eru nefndir, þá var Snorri goði við riðinn öll þessi tíðindi, sem gerðust hér á alþingi; honum var því þetta nákunnugt. Snorri var vitr maðr og hefir kunnað frá að segja, t. d. hefði hann síðar á alþingi verið spurðr um þetta. Ari vitnar nú í þuríði spöku dóttur hans, og kallar hana margspaka og óljugfróða; Snorri Sturluson segir í formála fyrir Heimskr. : »Ari nam ok marga fræði at þuríði dóttur Snorra goða; hún var spök at viti, hún mundi Snorra föð- ur sinn«. Snorri goði hefir getað vitað margt með vissu frá 10. öldinni, því hann mun fœddr 964, og við marga viðburði var hann sjálfr riðinn, er gerðust f hinum merkustu sögum á Breiðafirði; það sem Snorri vissi, hefir því Ari alt getað vitað gegn um þuríði, og meira til, nefnilega það, sem hún gat vitað frá öðrum mönnum. Alt það, sem maðr sér að getr verið satt, er engin ástœða til að rengja.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.