Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Side 30
30
verðr ekki vel komizt hjá getgátum; það er þó mesti munr að hafa
getgátur um það efni, sem þýðingarmikið er, og nauðsyn ber til
að minnast á, heldr enn um það, sem litlu varðar; það er þó ljóst,
að á einhvern hátt hefir þó sagan hlotið að myndazt; bæði Njála
og aðrar vorar merku fornsögur bera það með sér, að mentaðir
menn þeirrar tíðar hafa átt þar hlut að máli; þær eru ekki bein-
línis ritaðar upp eftir alþýðusögnum út í loftið, þó sumir hafi það
ætlað; það má leiða rök að þvi.
Hver ritað hefir Njáls s. í fyrstu, eða þá sett söguna saman í
eina heild, verðr heldr ekki sagt með neinni vissu; enn það er eins,
einhver eða einhverjir hljóta að hafa gert það; ýmsra manna hefir
verið til getið, og þarf eg ekki að tilgreina það, því eg ætla mér
ekki að ákveða þetta með neinni vissu. Að sagan er rituð þar
eystra á Rangárvöllum, eða þar nálægt, að minsta kosti alt það, sem
því héraði við kemr, er varla efamál; eins og aðrar fornsögur vor-
ar hljóta að vera yfir höfuð ritaðar í þeim héruðum, sem þær gerð-
ust eða aðalviðburðir þeirra ; það væri miklu óeðlilegra, að ætla
hið gagnstœða. Víða í Njálss. eru innanhéraðs orðatiltœki, sem við-
höfð eru þar enn í dag, enn sem ekki eru höfð um sama efni í
öðrum héruðum eða lengra burtu ; stundum er sagan stuttorð, og
lýsir ekki mjög sögustaðnum, rétt eins og söguritarinn geri ráð
fyrir, að hann sé mönnum kunnr; aftr bregðr fyrir nákvæmni mik-
illi sumstaðar, og þá lýsingin fjölorðari, jafnvel þegar lengra dregr
frá. Eg veit ekki til, að það séu, sem teljandi sé, nokkur þess kon-
ar orðatiltœki í Njálu um Rangárvelli, sem maðr, er hefir þekk-
ingu á þvi, þurfi að hneyxlast á, sé það rétt skilið og rannsakað,
og tekið það úr handritunum, sem réttast er og bezt á við ; og
sama gildir þá aðra sögustaði i Njálu, sem eg hefi komið á. f>að
kennir því af miklum ókunnugleika, að taka það sem gefið án
frekari rannsóknar, að af staðarlegum lýsingum í Njálu um Rang-
árvelli megi draga þá ályktun, að söguritarinn hafi ekki þekt þar
til, eða verið ókunnugr þar í héraðinu ; fram á þetta mun verða
sýnt frekara siðar. Ef nokkurs mætti til geta um, hver fyrst hefði
ritað meira eða minna af Njálu, þá þætti mér líklegast, að það
væri Eyjólfr prestr Sæmundsson i Odda ; það kæmi vel heim við
það, sem áðr er sagt; hann gat haft sögnina rétta bæði frá föður
sínum, forfeðrum og Haukdœlum ; Eyjólfr var lærdómsmaðr mikill
og hefir haldið skóla i Odda. Um hann segir meðal annars, Bisk-
upa s. i. þ>orláks biskups sögu hinni elztu, bls. 90, þegar þau þ>or-
lákr og móðir hans fóru í Odda : „£>á réðust þau mæðgin í hinn
æzta höfuðstað, Odda, undir hönd Eyjólfi presti Sæmundssyni, er
bæði hafði höfðingsskap mikinn ok lærdóm góðan, gæzku ok
vitsmuni gnægri enn flestir aðrir, ok heyrðum vér þann sæla þ>or-
lák þat vitni bera hánum, at hann þóttist trautt þílíkan dýrðarmann