Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Side 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Side 31
31 reynt hafa sem hann var“, o. s. frv. Sbr. og bls. 265. Eyjólfr Sæ- mundsson andaðist 1158 (ísl. ann.); hann getr því verið fœddr um 1080, hafi hann komizt undir áttrœtt; hann var því að mörgu, ef ekki öllu leyti hér vel til fallinn1. Enn hvernig sem þetta kann að vera, þá held eg það sé miklu sennilegra, að einhver af Oddverjum eða þá Haukdœlum, sem um þann tíma vóru uppi, hafi að minstakosti ritað einhverja „máttarviði“til Njálu eða það helzta, heldr enn hún sé fyrst rituð á seinni eða síðasta hluta 13. aldar ; það er ekki skiljanlegt, eins og eg hefi nokkuð áðr minzt á, hvern- ig maðr á þeim tíma hefði getað haft þekkingu á hinum fornu lagagreinum, og sem munu vera miklu fleiri í Njálu enn eg gæti talið, og þá yfir höfuð alla þá lagakunnáttu og miklu ævingu í málasóknum, eins og lýsir sér í Njálu, og einkanlega þar enginn slíkr maðr er nefndr í Sturlungu á síðari hluta 13. aldar. fað er og enn : Njála talar aldrei um rituð lög, heldr hvað torvelt það var að muna lögin út í allar æsar. Nú er það kunnugt, að búið var að margrita upp lögin á síðasta hluta 13. aldar, og það sumt fyrir margt löngu. Fyrir utan það, sem við kemr fornum klœða- og vopnabúnaði, og þess konar, sem áðr er á vikið, þá eru mannbœtr í Njálu ætíð taldar í hundruðum silfrs, samkvæmt öðrum fornum sögum vorum, enn ekki eftir landaurahundruðum, sem er alt ann- að, eins og kunnugt er, enn í Sturlungu eru mannbœtr og þess konar jafnan taldar í landaurahundruðum, því á 13. öldinni var það qrðinn siðr, að telja á landsvísu, og það af eðlilegum orsökum. Enn að fara hér út í öll þessi atriði, yrði að þessu sinni of langt mál, sem áðr er sagt. Hin fornu höfuðeinkenni í Njáls s. eru því svo mörg og þýðingarmikil, að þau bera þess ljósan vott, að sagan í heild sinni ekki er neinn síðari tíma tilbúningr, heldr ein af vorum merkustu og fegrstu fornsögum, þegar á alt er litið.2 1) Dr. Jón þorkelsson hefir sagt mér einn stað í Njálu, sem gæti bent á, að hún væri rituð af latínulærðum manni, bl. 232 : »þá mant þú vilja synja þess með skynsemd«,ratio=l) skynsemd, 2) ástœða. liatio merkir nefnilega bæði skynsemd og ástœðu. Yera má að fleira mætti finna af þess konar í sögunni. 2) Oðru máli er að gegna með það, eins og eg hefi nokkuð vikið á hér að framan, að eitthvað kann að vera orðið aflagað í sögunni, eða þá aukið inn í hana sfðar; þess konar rekr maðr sig á yfir höfuð hingað og þangað í fornsögum vorum. Sumir þeir, er rituðu upp sögurnar síðar, leyfðu sér að bœta inn í eða auka ýmsu við, eftir því sem þeim sýndist. þetta á sér stað í Njálu; þegar það er framhald af ættartölum, sem bœtt er við, spillir það ekkert hinni fornu sögu, þar eru t. d. nefndir Odd- verjar, Sturlungar, Hvammsverjar, Fljótamenn, Ketill biskup (hann er nú reyndar ekki frá þeim seinni tíma) og Kolbeinn ungi. Tveimr vís- um, sem munu vera eftir síðari höfunda, er og bœtt inn í söguna, ef ekki fieirum. það, sem eitthvað sýnist vera afiagað, er einkanlega um lög- réttuskipanina, þar sem talað er um hana í sambandi við fimtardóminn,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.