Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Side 32
32
Áðr enn eg skilst við þetta efni í bráð, skal eg lftið eitt minn-
ast á það helzta, sem ritað var á fyrra hluta 12. aldar, sem sýnir,
að þá vóru menn þegar byrjaðir að rita sögur, svo þess vegna er
það ekki til fyrirstöðu, að í minsta lagi einhverjir höfuðkaflar af
Njálu gætu verið ritaðir—svo að eg ekki segi frekara—heldr fyrri
enn siðar.
f>að sem með vissu verðr sagt, að fyrst var ritað hér á landi,
er Hafliðaskrá, sem kunnugt er, 1017—18 (íslendingabók 10. kap.).
f>egar menn fyrst vóru byrjaðir að rita lögin, er Hklegt að því hafi
verið haldið áfram1. Sæmundr fróði ritaði Noregs sögu (íslendingab.
7. kap.)2; til Sæmundar er vitnað um þingið á Dragsheiði (Ólafs s.
Tryggvasonar eftir Odd munk, Fornm. s. 10. k., bls 289), og síðar
segir: „Svá hefir Sæmundr ritat um Ólaf konung í sinni bók“,
eða hvort því kann að vera bœtt inn í, skal eg láta ósagt, enn leggja
það á þeirra dóm, sem bezt þekkja hið forna réttarfar, enda yrði það
hér of langt mál. TJm fimtardóminn er eitthvað aflagað í hinni eldri út-
gáfunni af Njálu, enn er að nokkru leyti leiðrétt í hinni yngri útgáfu,
líklega eftir betra handriti; þetta sést á aðgreining orðanna 4 tylftir,
sem þar standa, í staðin fyrir 3 tylftir í eldri útg. eiga við fimtardóm-
inn, því einmitt í hann voru nefndar 4 tylftir, og um fimtardóminn er
hér verið að rœða; enn þetta er yfir höfuð nokkuð sérstakt efni, sem
þyrfti langrar skýringar við, ef taka skyldi fram alt, sem því við kemr.
þar að auki er 1 Njálu margt smávegis, sem auðsjáanlega eru gamlar
misritanir, enn sem geta valdið miklum misskilningi, séu ekki handritin
rannsökuð, að minsta kosti þau, sem hér er kostr á; enn um þetta mun
verða ýalað síðar. Eg hefi áðr minzt á tvo slíka staði í Njálu; sá fyrri
er 1 Arb. fornleifafél. 1882, bl. 91—92. f>að yrði óheppilegr skilningr
fyrir söguna, að hanga þar í bókstafnum, þó ritvillan sé ekki nema eitt
orð eða svo, og æbla hinum upprunalega söguritara slíka hugsunarvillu,
sem engum heilvita manni gæti til hugar komið. Hinn síðari staðr er í
Árb. fornleifafél. 1884—1885, bl. 104—105; þessi staðr er rangr í eldri
útg., enn í þeirri yngri er hann nær sanni, og þó munrinn sé ekki nema
ending á einu orði, getr það fyrra gert allan viðburðinn tortryggilegan.
þessir tveir staðir eru því góð dœmi, og kostr mun að sýna fleiri. þann-
ig getr það verið um marga staði í Njáls s., sem rengdir hafa verið, að
séu þeir fyllilega rannsakaðir, geta þeir reynzt réttir. það er mikið að
þeir, sem hafa gefið sigútíað tala um staðarlegar lýsingar í Njálu, og
halda sjálfir, að þeir hafi vit á því, ekki skuli hafa leiðrétt slíka staði,
sem eru þó svo margir í sögunni, og sumir liggja í augum uppi; þetta
er þó mjög svo áríðandi; kynni þetta að vekja grun um, að þeir þekki
minna enn þeir vilja láta aðra halda. Útlendingum er nú meiri vorkunn,
eða þeim, sem annaðhvort hafa alls ekki kornið hér, eða þó þeir hafi
komið, eiga örðugt með að kynna sér alt, sem þeir kynnu að þurfa, því
það kostar mikinn tíma og fyrirhöfn.
1) Prófessor Maurer hefir látið þá skoðun sína í Ijósi þegar fyrir 24
árum, að eitthvað kunni þó að hafa verið ritað fyrri, t. d. tíundarlögin
1096, Maurer: Grágás í Allg. Encycl. d. Wissensch. und Kunste I. Sect.
LXXVII, bls. 30 neðanm. 60, bls. 42 og 91.
2) Sjá dr. Jón þorkelsson, um Fagrskinnu og Ólafs s. helga, Safn til
sögu Islands I. bls 148.