Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Síða 41

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Síða 41
4i kaleikrinn góði frá Skálholti, sem nú er hér á forngripasafninu, hafi og verið einn meðal þeirra hluta, sem bjargað varð úr kirkj- unni, því að dœma eftir því ríka og fallega verki í gotneskum stíl, sem er á kaleiknum, er hann naumast smíðaðr seint á fyrri hluta 16. aldarinnar, heldr fyrri, og jafnvel um eða fyrir 1500. Nú segir Espólín enn fremr, IV. bls. 10: „í þeirri ferd féck Gissur biskup mörg bréf af konungh ráda sumir af þeim, at Christ- ófór Hvítfeldr hafi verid í landi hér sumarid fyrir; eitt var qvitt- un fyrir afhendíngu Clenodia oc penínga Skálholltskyrkiu til Hvit- feldts, DCC lóda silfrs, gull-kaleiks, LX Jóachimsdala, oc XX engelotta. J>at var seint um haustid útgéfid; hafdi konungr slegid hendi yfir klerkaféd allt“, J»að er því mikil ástœða til að ætla, að þetta sé hinn sami gimsteinum setti gullkaleikr, er Klœngr biskup gaf kirkjunni. Enn hvað orðið hefir af „bríkinni miklu“, sem hér er nefnd, verðr eigi sagt með vissu; hún mun þó hvorki hafa verið óveglegri eða síðr stórkostleg í Skálholti enn á Hól- um, er og kölluð sama nafni; í Skálholti er hún ekki nú, því þar er nú als engin altaristafla í kirkjunni, og engar leifar af slíkri töflu finnast þar, það ég til veit. III. Þorláksskrín. Páll biskup Jónsson í Skálholti, 1195—1211, var rausnarmaðr mikill, hann var og sonr Jóns Loptssonar, sem var göfugastr maðr á landi hér á sinni tíð. þ>egar Páli biskupi þótti það fé nokkuð saman- dragast, er menn gáfu hinum sæla J>orláki biskupi, sýndi hann hvað honum bjó í skapi. „Hann keypti þá síðan við gullsmið, þann er forsteinn hét ok þá var hagastr maðr at málmi á öllu íslandi; en svá urðu tilföng af hans hendi, at ekki skorti þat, er hafa þurfti til þeirrar smíðar, er hann vildi smíða láta. Hann lét taka til skríngjörðar, ok lagðist þar til ógrynni fjár í gulli ok gim- steinum, ok brendu silfri. Iíann lagði þar ok eigi minna fé til skríns ok smíðarkaups, með tillögum annara manna, en iiijc hundraða. Jþat smíði var mjök svá vandat, at þat bar eigi minna af öðrum skrínum, þeim er á íslandi voru, um fegrð en um vöxt, ok var þat betr en þriggja álna, enn ekki var annat betr en álnar langt, þeirra er þá voru á íslandi11. Biskupas. I. bls. 134. Fjögr hundruð hundraða á landsvísu, eru 48 þúsund krónur, þegar reiknað er eftir ríflegustu aurum; sýn- ir þetta, að Páll biskup hefir haft mikið fé til forráða, og menn höfðu í þá daga mikið fé, þar menn gátu gefið svo mikið. Skrín þetta hefir því verið einhver hinn dýrmætasti gripr. I byrjun •Svartadauða, 1402, gáfu menn „hdlfa vœtt af silfri'1 til skríngerðar 6

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.