Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Side 43

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Side 43
Alþingis catastasis frá 1700 og 1735. Eptir kand. mag. Jón Þorkelsson. Eins og kunnugt er, ertil grein um búðaskipun á alþingi einsog menn um 1700 hafa hugsað sér hana að fornu. f»essi grein er til í nokkrum afskriptum frá ýmsum tímum og mismunar þeim nokk- uð, en þó ekki svo, að þær stafi ekki allar frá hinu sama frumriti. Grein þessi er fyrst prentuð í kjóðólfi III, 1851, bls. 269, og því- næst í riti Dr. Kr. Kálunds: Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse af Island II, 405, en í I, 109 er þýðing af henni á dönsku. Seinast er hún prentuð i Árbók hins íslenzka fornleifa- félags, Rvík 1885, bls. 139—152, bæði eptir afskript Bjarna amt- manns J>orsteinssonar (d. 1876) og eins og hún stóð í f>jóðólfi. í handriti Bjarna amtmanns er catastasis eignuð Sigurði lögmanni Björnssyni, og segist stafa frá afskript í safni Árna Magnússonar eptir bók í folio með hendi nefnds lögmanns, er þá hafi verið i eign Sigurðar yngra Sigurðssonar. J>essa afskript í safni Árna hefur Dr. Kálund einmitt látið prenta, og segir Árni skýlaust, að hún sé „epter hendi Sigurðar Björns sonar lögmanns, aptarst i bok i folio, sem til heyrer Sigurði Sigurðz syne yngra“. jpessa bók Sigurðar lögmanns nefnir Árni opt og mörgurn sinnum, því eptir henni hefur hann látið skrifa upp fjölda af ritgjörðum, svo sem lögskýringar manna á 17. öid einkum eptir Björn á Skarðsá, en bókina hefur Árni aldrei feingið til eignar. Menn hafa því hingað til ekkert vitað, hvar hún var niður komin eða hvort hún einu sinni var til. En nú hef eg um leið og eg hef verið að semja lýsing á hinum íslenzku handritum í konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn einmitt dottið niður á þessa bók í Ny kgl. Saml. Nr. 1281. Fol. Af handritaskrá safnsins sést ekki, að annað sé í þessu handriti en kirkjuordinanzía Kristjáns fjórða og Kristinréttur, og hefur því fæstum dottið í hug að lita í það. Bókin er afarþykk, á að gizka eins og 2/3 úr Guðbrandsbiblíu, og er bundin inn í íslenzkt skinn- hand með tréspjöldum. Fremst er kirkjuordinanzía Kristjáns fjórða frá 1607, útlögð á íslenzku 1608 af Oddi biskupi Einarssyni, og „skrifuð af syra Vigfuse Oddssyne Aáo 1635“, sama árið og ordi- nanzían var prentuð á Hólum. f>etta er elzti hluti bókarinnar, sem

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.