Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Side 45

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Side 45
45 Að því er þessar búðarskipanir snertir, þá ér þessi bók eink- anlega merkileg, vegna þess að hún er frumritið til þeirra beggja. Seinni búðaskipanina hafa menn hingað til ekki þekt, af því að hún er orðin til eptir daga Árna Magnússonar og finst því ekki meðal afskripta hans úr bókinni, en frá afskript hans af eldri búða- skipaninni og frá afskriptum, sem teknar hafa verið á íslandi, staf- ar öll þekking manna á henni. Menn munu furða sig á því, að Árni aldrei skyldi komast yfir þessa bók til eignar, þar sem hann náði í flest sem nöfnum tjáir að nefna, en i þessu liggur svo, að Árni og Páll Vídalín áttu í megnasta fjandskap við Sigurð lög- mann og dæmdu hann frá æru og embætti, þó hann reyndar ynni málið við hæstarétt. fað getur enginn vafi á því verið, að cata- stasis frá 1700 er eptir Sigurð lögmann sjálfan, en ekki eptir Pál Vidalín, eins og sumar afskriptir geta til (sbr. Kálund II, 404 —405). Sjálfur var Sigurður vel að sér í sögu landsins og ættfróð- ur, og hefur hann haldið spurnum fyrir gömlum munnmælum um búðirnar á fingvöllum eptir að hann varð lögmaður, því að helzt sýnist catastasis frá 1700 að vera bygð á munnlegum sögnum, og segir hann enda beinlínis, að hún sé „epter sÖgn fyrre mana“. Annars hefði líklega staðið „eptir því, sem skrifað finst“ eða því um líkt. í>ví, sem í afskript Bjarna amtmanns stendur um þingið í Árnesi, hefur einhver bætt við síðar. f>ó að þessi catastasis hafi verið prentuð áður, er réttast að tilfæra hana hér með þeim ummerkj- um, sem hún hefur í frumritinu sjálfu, úr því að það er fundið. Alþings Catastasis Epter sögn fyrre Nlaiía. Flosabuð var norðurlengst vestanfram wnder fossenum | en að mestu afbrotin A^ 1700 | , f»ar sem nu lógrettan stenður A^ 1700 var buð f>orgeirs Ljös- vetninga | Goða. sem var Lógmaður Islendinga sa fimte, haF sagðe upp Christna tru | það ar 1000: Christner meiT og heiðner lógðu under hans úrskurð: En | með Christneboðið komu ut Gizor hvite og Hiallte Skeggiason; | Tijð Olafs K[onungs] Tryggvasonar. | Krossskarð : hvar i forðum stöð v'ígður kross [eirn eða tveir1 er upp undaT Lógrett | une næsta skarð fyrer norðan Snorrabuð; hæð krossins var epter | hæð Olafs k[onungs] Tryggvasonar og Hiallta Skeggjasonar. ET hleðsla | þar i mille á giárbarmenum var áður fiörðungsdöma þingstaður. | Snorra Goða búð var i vestara skarðenu norðan til við reið- gótu | upp i almanagiá að Kárastaðastyg. | Á hölnum suFan til við Snorrabuð og reiðgótuna, að stefna á |>ingvelle | var buð Eýolfs Bólverkssonar. | 1) frá[ skrifað fyrir ofan línuna.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.