Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Qupperneq 48

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Qupperneq 48
Skýrslur. i. Ársfundr félagsins 3. október 1887. Formaðr félagsins, landfógeti Árni Thorsteinsson, skýrði frá framkvæmdum félagsins síðustu 8 ár og lagði fram ársreikning fé- lagsins frá 2. ágúst 1886 til sama tíma 1887; kvað hann félaga- töluna hér um bil standa í stað. í félaginu vóru 34 manns æfir langt, enn með árstillagi 223, als 257. Enn fremr var lögð fram ritgjörð, prentuð á dönsku, eftir V. Storch, formann hins kgl. dýralœkninga- og landbúnaðarháskóla efnastarfhúss, um efnafrœðislegar rannsóknir á hinu einkennilega efni, er varaformaðr félagsins, Sigurðr Vigfússon, fann við útgröft á Bergþórshvoli. Fyrir hina miklu velvild og velgjörðir, er herra hæstaréttar- dómari dr. juris Vilhjálmr Finsen og herra formaðr V. Storch höfðu sýnt félaginu, var eftir uppástungu formannsins í einu hljóði ákveðið, að rita menn þessa á skrá félagsmanna í heiðrsskyni. Formaðr félagsins og dr. Jón forkelsson skoruðust undan að taka á móti kosningu í stjórn félagsins. J>essir hlutu kosningu, formaðr: Sigurðr Vigfússon fornfœðingr, skrifari: Indriði Einarsson endrskoðari, og féhirðir: Jón Jensson landritari; varaformaðr: Ei- ríkr Briem prestaskólakennari, varaskrifari: H. E. Helgesen skóla- stjóri, varaféhirðir: lektor S. Melsteð, og endurskoðendr: málflutn- ingsmaðr Páll Briem og ritstjóri Valdimar Ásmundarson. Fulltrúar vóru kosnir, til 4 ára: Eiríkr Briem, Páll Briem og ritstjóri þorleifr Jónsson, enn til 2 ára: latínuskólakennari Stein- grímr Thorsteinsson og amtmaðr E. Th. Jónassen.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.