Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Síða 48

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Síða 48
Corporal-taskan frá Skálholti. Þessi merkisgripur er nr. 421 á Forngripasafninu og er lýsing af honum í »Skýrslu um Forngripasafn Islands« II, bls. 34—38, eft- ir Sigurð Gruðmundsson málara. Árb. flytur nú mynd af grip þess- um, þvi miður ekki svo stóra né fullkomna sem skyldi til þess að menn geti af henni gert sér glögga grein fyrir hversu þessi skraut- legi gripur lítur út. Þar eð lýsing Sig. Guðmundssonar er all-nákvæm virðist óþarfi að lýsa grip þessum frekar hér. Þess skal þó getið, að blómkerið, sem blómið á milli Maríu og Gabríels hefir staðið í, hefir fallið af; mun það hafa verið myndað með gyltri silfurplötu, sem saumuð hefir verið á fiauelið líkt og geislasveigurinn yfir höfði Maríu. Fyrir ofan blómið vottar fyrir í flauelinu að verið hafi eitthvað á saumað; hefir það vafalaust verið dúfumynd, nefnilega heilagur andi, og hef- ir hún lika verið úr giltu silfri að likindum. Á rollu Gabríels hefir staðið — og stendur, en mjög ógreinilegt — heilsun hans á latínu, upphafið: AVE MARIA GRATIA PLfena); á rollu Maríu hafa og staðið nokkur orð á latínu af svari hennar.1) — Corporal-taskan er 26 sm. á hvorn veg að stærð. í lýsingu Sig. Guðmundssonar er gripur þessi kallaður »Jcorporall, eða patínudúkur sem nú er kallað«. Þetta er að því leyti rétt að gripur þessi hefir bersýnilega verið notaður á síðustu tímum fyrir patínudúk (»palla calicis«) og það ef til vill lengi. Sigurði er full- ljóst að þetta sé ekki corporale í sömu merkingu og katólsku mál- dagarnir geta um, þ. e. corporal-dúkur (»palla corporalis*), sem var úr hvítu líni1), en aftur á móti kemur það ekki glögt fram í lýsing- unni hvað þessi gripur hafði þá verið upprunalega. Um það er þó enginn efi. Þegar litið er aftan á »patínudúkinn«, sést að um4sm. breiður »klappi« eða lokagengur niður á bakið að ofanverðu og er saum- *) Sbr. Lúkasar gnðsp. 1. kap., 28.-38. v. s) Spr. fyrirskipnn Sylvestus pafa: „Ex lino puro textum esse debet, et non ex lerico vel purpnra, neque ex panuo tincto“.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.