Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Side 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Side 4
4 kváðust stiftsyfirvöldin engan veginn vilja skorast undan að takast á hendur yfirumsjón safnsins og vonuðust til þess af Jóni Árnasyni, að hann vildi taka að sér tilsjónina með því. Jón Árnason lét þegar birta ritgerð Helga 3. n. m. í »Islendingi« og mun hún hafa vakið almenna eftirtekt og ánægju. Bóndinn i Baldursheimi, Jón Illugason, sendi þegar um sumarið gripi þá er þar höfðu fundist í dysinni; voru þeir fyrstu gripirnir til safnsins, sem afhentir voru Jóni Árna- syni, og gjörði það fyrir hönd gefandans Jón Sigurðsson alþingis- maður á Gautlöndum 15. júlí 1863. Frumgjöf Helga Sigurðssonar hafði þá enn eigi verið afhent Jóni Árnasyni, og urðu því þeir gripir, sem fyrst höfðu komið Sigurði Guðmundssyni til að skrifa hugvekju hans um stofnun forngripasafns í Reykjavík, einnig taldir fyrstu gripirnir í því safni. Afhenti Jón Sigurðsson Jóni Árnasyni og Sigurði gripina með þeim skilmála, að með þeim yrði byrjað að stofna íslenzt forngripasafn í Reykjavík. Þegar við móttöku grip- anna ritaði Jón Árnason stiftsyfirvöldunum bréf sama dag og beiddi þess, að Sigurður Guðmundsson yrði einnig skipaður umsjón- armaður safnsins, og báðu stiftsyfirvöldin með bréfi til Sigurðar hann utn að takast umsjónina á hendur ásamt Jóni Árnasyni, og gerði Sigurður það með bréfi til þeirra 5. ágúst. I þeim mánuði komu gripirnir frá Helga Sigurðssyni og fleiri gripir bættust þegar við það ár, svo að við lok ársins 1863 voru safnsgripirnir orðnir 42. Undir8taðan var til orðin undir þá stofnun, er síðan hefir á umliðn- um árum þróast í skjóli þjóðrækni Islendinga og á komandi öldum mun verða þeirra dýrmætasta þjóðareign1). 2. Fyvstu árin. Safnið undir nmsjón Jóns Amasonar og Sigurðar Guðmundssonar. — Safnið á dóm- kirkjuloftinu. — Féleysi og bænarskrár til þings og þjóðar. Þó að Jón Árnason væri í orði kveðnu umsjónarmaður þessarar stofnunar frá fyrstu byrjun og þangað til hann í bréfi til stiftsyfir- valdanna 17. maí 1882 baðst undanþeginn öllum afskiftum af henni framvegis, má fullyrða að hinn umsjónarmaðurinn, Sigurður Guð- mundsson málari, var í raun og veru hinn eini og eiginlegi forstöðu- maður safnsins unz hann dó 8. sept. 1874. Honum er fyrst og fremst *) Um stofnun safnsinsj og fyrstu ár sjá nánar í Skýrslu um Forngripasafn íslands I, bls. 5 o, s. frv.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.