Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Blaðsíða 50

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Blaðsíða 50
50 er það og óíslenzt að rita hér »Stephenssyne* og »fieirra Foreldra«, þar sem átt er við hennar foreldra og hans tengdaforeldra, og öll er áletrunin að orðavali og setningarskipun hálfdönsk, og ekki ólíklegt að Sigurði sé nokkuð ura það að kenna. — Magnús amtmaður og frú Þórunn önduðust bæði árið 1766; þær tvær dætur, sem getið er i næstneðstu línu, eru Margrét og Ragnheiður, dætur þeirra Olafs amtmanns og frú Sigríðar, sem báðar dóu á fyrsta aldursári sínu; »þeirra« merkir hér nefnilega sinna. Að líkindum eru öskjurnar búnar til beinlínis eftir ósk Olafs stiftamtmanns og dygðamyndirnar á lokinu valdar og gjörðar þessar með tilliti til hans. Ekki er á öskjunum neinn ráðstofustimpill né umsjónarmannsmerki (guardejn-merki), og bendir það á að Ólafur hafi þekt smiðinn. Sennilega eru öskjurnar einnig upprunalega gjörð- ar til að vera bakstursöskjur. þótt okki komi það að neinu leyti fram í gerð þeirra; hún er alls ekki kirkjuleg. En þetta er ekki sérstakt með þessar bakstursöskjur; mér vitanlega eru engar bakst- ursöskjur til hér á landi frá þessum tíma, sem virðst geti beinlínis vera til þess gerðar að vera bakstursöskjur fremur en sitt hvað annað, er má nota þær fyrir. öskjurnar voru eign Bessastaðakirkju alt til þess er síra Jens Pálsson, þáverandi eigandi Bessastaða, lét þær af hendi við Jón kon- súl Vídalín fyrir nokkrum árum í stað nákvæmrar eftirlíkingar af þeim, sem nú er í Bessastaðakirkju. Reis út af því, er það varð kunnugt, allmikið umtal, og varð úr blaðamál1), sem mönnum hér mun i fersku minni, og er óþarft að svo komnu að fara nánar út.í það mál hér. öskjurnar voru afhentar skrifstofu ísl. stjórnarráðsins í Kaupmannahöfn og síðan sendar þaðan 1907 til þáverandi forstöðu- manns Þjóðmenjasafnsins; eru nú öskjurnar í Vídalínssafni, meðal margra ágætra gripa, er þau hjón höfðu safnað og ánöfnuðu Þjóð- menjasfninu 1907. Var það heiðarlega gjört og mörgum manni fagn- aðarefni að fá þessa gripi hingað til lands sem alþjóðareign. Má nú vænta að mörgum þyki enn meira um vert að hafa fengið aftur öskjurnar frá Bessastöðum, er það er sannað, að þær eru smíðaðar af islenzkum manni. _________ Matthías Þórðarson. *) Skirnir 1905, bls. 265-66. — Reykjavik VI. árg. 54 A tbl. - Skírnir 1906, bls. 89—92.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.