Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Blaðsíða 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Blaðsíða 22
22 Það er ljóst af skýrslu þessari, að gjafirnar til safnsins hafa verið tiltölulega mjög margar fyrstu tvö árin, sem safnið var sýnt í nýju húsakynnunum, fram undir hundrað nr. auk myntanna frá Hilmar Finsen síðara árið. öll hin árin eru gjafirnar um helmingi færri árlega, en þó með líkri tölu og verið hafði lengst af áður síðan 1866. Tala keyptra gripa fyrstu tvö árin er svipuð nokkuð þvi sem verið hafði síðan 1876, en fjárupphæðin til gripa- kaupa hin sama, 400 kr. á ári; en undir eins og sú fjárupphæð er aukin, eykst tala hinna keyptu gripa, og einkum gætir þessa eðli- lega 1888 og síðan, er fjárhæð þessi var orðin 1000 kr., eu auðvitað fer tala keyptra gripa á ári hverju mikið eftir því, hversu mikið er keypt af verðháum gripum það og það árið; 1891 eru t. d. keyptir miklu færri gripir en næstu 3 ár á undan, og kom það af því, að það ár var einn gripur borgaður með 300 kr. og 2 aðrir með 45 kr. hvor, en um 200 kr. voru eftir við árslok geymdar til næsta árs, til þess að borga þá helming verðs eins hlutar, er þá var keyptur fyrir 400 kr. Þessi 5 síðustu ár (1888—92) voru keyptir helmingi fleiri gripir (564) heldur en keyptir höfðu verið á öllu fyrsta tímabilinu, nitján árum (1863—81). Helztu gripirnir, er safninu bættust á þess- um 11 árum, 1882—92, voru þeir er nú skulu greindir; skulu hvers árs helztu gjafir taldar fyrst og gefendanna getið svo sem gjört var hér að framan: 1882. Frú Ingíbjörg Magnússen á Skarði og frú Herdís Bene- díktsen í Reykjavík: Minningartafla Magnúsar Jónssonar prúða, með mynd hans, konu hans og barna þeirra, hökull og róðukross (nr. 2060-62). Frá Haga-kirkju. Holtskirkja í Önundarfirði: Ágætar útskornar myndir af Maríu með Jesú og önnu1), róðukross og skirnarfontur o. fl. (nr. 2069—72). Bjarni Kristjánsson bóndi á Núpi í Dýrafirði: Hurðarlamir stórar úr járni með miklu smíði (nr. 2077). Otrardals-kirkja: Þrjú útskorin líkneski og hurðarhringur (nr. 2090—93). Benedikt prestur Þórðarson í Selárdal: Paxspjald úr tré og lík- neski útskorið (nr. 2104 og 2107). Halldór Daníelsson á Fróðastöðum, síðar alþingismaður: Út- skorin líkneski 6 úr altarístöflu í Síðumúlakirkju, o. fl. (nr. 2134 —2145). A.f gripum keyptum þetta ár má nefna: Silfurbelti (nr. 2116) og silfurfesti með nisti (nr. 2122). •) Sjá Arb. 1895, bls. 33—34, m. mynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.