Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Page 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Page 13
13 Safnið hafði nú við byrjun ársins 1882 loks fengið nokkurn veginn viðunandi húsnæði til bráðabirgða eins og því þá var farið, og Jón Arnason, sá maður, sem frá upphaíi hafði verið forstöðu- maður þess, baðst nú í bréfi sínu til stiftsyfirvaldanna 17. maí »und- anþeginn öllum afskiftum af því framvegis* og kvaðst ekkert hafa átt við það frá ársbyrjun þess árs. Hér urðu því glögg tímamót í sögu safnsins og er því vert að staldra hér við lítið eitt til þess að líta á hvernig það hafði dafnað við þau bágu kjör er það hafði átt við að búa, svo sem nú hefir verið lýst. Það hafði í þau 19 ár, er það hafði nú til verið, þegið af opinberu fé samtals um 3500 kr. til gripakaupa, áhalda og aðgerðar, og umsjónarmönnunum höfðu auk þess verið greiddar um 2000 kr. samtals fyrir umsjón, flutninga, skýrslusamningu o. fl. Safnið hafði jafnan haft ókeypis húsnæði, verið í opinberum byggingum, lengst af á dómkirkjuloftinu. Auk hinna opinberu styrkveitinga hafði það fengið um 550 krónur í pen- ingagjöfum frá einstökum mönnum. Vöxtur safnsins var á þessum fyrstu 19 árum (1863—81) þessi, samkvæmt þeirri skrá, sem gerð hefir verið yfir þá gripi, er virtust hafa til safnsins komið á þessu tímabili: (rripir fengnir Keyptir Sam- Tala gripa ókeypis gripir tals við árslok 1863 42 42 42 1864 149 3 152 194 1865 108 1 109 303 1866 56 56 359 1867 75 3 78 437 1868 227') 11 238 675 1869 66 10 76 751 1870 43 32 75 826 1871 S4 9 43 869 1872 24 24 48 917 1873 61 8 69 986 1874 30 3 33 1019 1875 28 2 30 1049 1876 1192) 22 141 1190 1877 4003) 30 430 1620 1878 414) 31 72 1692 1879 615) 15 76 1768 1880 68 30 98 1866 1881 127«) 49 176 2042 1759 283 2042 *) Þar á meðal 109 nr. prentáhöld. 2) fJm 43 nr. þar á meðal er óvíst um hvenær þau hafi komið. s) Þar á meðal 220 hnappar og 113 millur. 4) Ovíst um 16 gripi þar á meðal, hvenær komið hafi. ‘) Övíst um 42 gripi, hvenær bæzt hafi safninu. ej Að meðtöldum 90 gripum, sem óvíst er um hvenær komið hafi.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.