Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Síða 14

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Síða 14
14 Það er ljóst af skýrslu þessari, að um ®/7 hlutar af safninu, að tölunni til, höfðu verið gefnir því. Alt þangað til 1876, er safnið fór að fá árlega ákveðna upphæð veitta af landssjóði, jókst það mestmegnis af gjöfum einum. Árin 1870 og 1872 hafa verið keyptir tiltölulega margir gripir, einmitt þau árin, er safninu voru veittir peningar; þau tvö ár var keyptur meir en helmingur allra þeirra gripa er keyptir voru fyrstu 13 árin. Helztu gripirnir og gripaflokkarnir, er bættust safninu á þessu tímabili voru þeir er nú skal greina, og verður þá um leið getið þeirra manna, er mest stuðluðu að vexti safnsins með gjöfum til þess: 1863. Helgi Sigurðsson kandídat, síðar prestur: Átján gripir, tygilknífur, stokkur, trafakefli, smáhlutir úr kopar o. fl.; flestir frum- gjöf Helga til stofnunar safnsins, sem getið var hér að framan (nr. 19—36). Jón Illugason í Baldursheimi: Baldursheimsfundur, sem fyr var getið um, fyrstu 11 gripirnir í skrá safnsins, gefnir því fyrir meðal- göngu Jóns alþm. Sigurðssonar á Gautlöndum 15. júlí 1863. Guðbrandur Vigfússon, siðar prófessor: Paxspjald úr hvalbeini (nr. 37). Halldór Jónsson prófastur á 'Hofi: Silfurrekinn hurðarhringur úr járni (nr. 39). Ferðakoffort Guðbr. Þorlákssonar biskups (nr. 40). 1864. Sigurður Guðmundsson málari, forstöðumaður safnsins: Tuttugu og þrír gripir (nr, 44—63 89—91), sumir mjög merkilegir. Jón Arnason bókavörður, forstöðumaður safnsins: Tíu allmerkir forngripir (nr. 64—73, 107, 149), útskornir úr tré flestir, m. a. pré- dikunarstóll frá Staðarfelii. Stefán Thordersen piestur: Líkneski Maríu meyjar og önnu móður hennar skorið í tönn (nr. 81), o. fl. Páll Sigurðsson í Árkvörn: Spjótsoddur (nr. 83), o. fl. Sigurður Sverrisson sýslumaður: Tvær kúptar nælur, hringja forn o. fl. (Þjórsárdalsfundur, nr. 96—99; sami nr. 157). Þorleifur Jónsson prófastur í Hvammi: Hnífur og gaffall með silfursköftum (nr. 105). Sigurður Vigfússon gullsmiður, síðar forstöðumaður safnsins: Bronzinæla forn, og hringjustokkur og sprotaendi úr silfri með loft verki (nr. 190—91). Sigurður Ámason hreppstjóri i Höfnum: Silfurskeið frá 17. öld (nr. 18), o fl. (nr. 225—26). 1865. Sigurður Pálsson í Haukadal: Silfurrekið fjaðraspjót (nr. 216).

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.