Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Síða 51

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Síða 51
Forn kaleikur og patína frá Skálholti. Síðasta Árbók Fornleifafélagsins flutti myndir ogjýsingu af ein- um hinna fáu merkisgripa, sem enn eru til frá dómkirkjunni á Hói- um, kantarakápunni gömlu; nú fylgja hér myndir og stutt lýsing af tveim hinna fornu dýrgripa, sem til voru í hinni annari dómkirkju vorri, »kaleiknum góða« og patínunni frá Skálholti. Helgust og þýðingarmest af öllum hinum heilögu kerum kirkj- unnar eru kaleikurinn og patínan, þar eð þau eru notuð beinlínis við helgun og útdeilingu vínsins og brauðsins í altarissakramentinu, og þau eru í flestum kirkjum hér á landi nú hin einu heilögu ker kirkjunnar — þar sem svo stendur á, að hvorki er til messuvíns- kanna né bakstursbaukur. Frá því á fyrstu öldum kristninnar hefir ekki annað þótt hlýða en að þessi ker væru úr dýrum málmi, og snemma á öldum tókst upp sá siður, að skreyta þau með ýmsu móti, stundum af mestu list. Um það leyti er kristni komst á hér á landi voru þessi heilögu ker kirkjunnar víðast hvar einungis úr silfri, lík- lega venjulegu gylt, sumstaðar úr gulli. Frá síðari öldum eru til hér á landi kaleikar úr ódýrum málmi, t. d. tini. Á Þjóðmenja- safninu er fallegur kaleikur frá ögur-kirkju (nr. 3436), gjörður í gotneskum stýl, og er stéttin og miðkaflinn á honum úr eir, en al- gylt; slíkt var leyfilegt fátækum kirkjum. Gylt eirpatína forn er og til enn í einni kirkju hér á landi, og i nokkurum kirknamáldög- um eru nefnd slík áhöld; í kirkjunum á Urðum í Svarfaðardal og Draflastöðum í Fnjóskadal er getið um glerkaleika á 14. öldinni1). Aftur á móti voru hér í nokkrum kirkjum gullkaleikar. Þeirra allra mestur var hinn ágæti dýrgripur Hóladómkirkju, gullkaleikur- inn mikli, sem Gottskálk biskup Nikulásson fékk Jóni Arasyni 9 merkur gulls til að láta smíða í Noregi, og sem »ríkisfólkið ') Hinn anðvirðilegasti kirkjnkaleiknr og þar með fylgjandi patina, er eg hefi fnndið i islenzkum kirkjum, ern í kirkju einni i Þingeyjarsýsln; kaleikurinn er vindla- bikar og patinan ösknbakki, bæði harla ókirkjuleg að efni og ntliti sem von er til. Þessi „heilögn ker“ kirkjunnar voru gefin benni fyrir allmörgum árum af dönskum kaupmanni, — máske i skiftum fyrir fomhelg silfurker,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.