Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Side 64

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Side 64
64 á skarsúðinni — á hinni gömlu torfkirkju á Flugumýri, er hún var rifin 1905. 6167a-b — Vindskeiðar útskornar úr furu, 1. 267 og 271 sm. — vantar lítið eitt af efra enda þeirrar styttri, en hin hefir ekki lengri verið, br. 20 sm. og þ. 2,5—3 sm. Útskurð- ur líkur þeim sem er á nr. 6166a-b; ekkert ártal, en virðast jafngamlar hinum og eftir sama mann ef til vill. Orðnar allmjög fúnar; fundust á sama stað og hinar (6166 a-b). 6168a-b8% Kaleikur og patína úr silfri, ógylt, lítil; h. kal. um 11 sm., þverm. skálar 8,3 sm. og stéttar 7,5 sm.; skálin er niðurmjó nokkuð eins og á kaleikum með gotn. lagi venjulega, en þó lág: 3,5 sm. Umhverfis barma henn- ar að utan er leturlína með rómv. upphafsstafaletri: HIC • EST • CALIX ■ NOVI • ET * ETERNI • TESTAMENTI • MISTERIVM • FIDEI • QVI • PROVOBIS • ETPRO . MUL- TIS • EFVNDETVR • INREMISSIONEM • Stéttiner kringl- ótt, dregst mjög að sér upp að hnúðnum og er þar hringur utan um efst (þverm. 1,4 sm.); hún er algrafin, bogar og bönd og blaðaskraut í rómönskum stíl. Hnúð- urinn er kúlumyndaður, þverm. 3 sm. algrafinn, eru á honum merki guðspjallamannanna og nöfn þeirra á böndum við, nema Lúkasar. — Milli hnúðsins og skál- arinnar er lítill hólkur grafinn og eru hringar utan um hann efst og neðst. — Vígslumerki ekkert. — Patinan er 9,5 sm. að þverm., barmar sléttir, þó með striki yzt og inst. Á botni er grafin mynd heilagrar þreningar: Guð faðir situr á bekk (stóii) og heldur á krossi (“ -krossi) með Kristsmynd á (með gotn. lagi) fyrir framan sig, en dúfa með útbreiddum vængjum (heil. andi) situr á kross- inum. Fjórir bogar útfrá mynda einskonar kross eða ferskeyttan flöt og eru greinar í hornunum að ofan- verðu við þá. Á barminum er vígslumerki, beint yfir höfði guðs, IH S með gotn. smáletursgerð. — Þessi heilögu ker hafa tilheyrt kirkjunni á Miklabæ í Blöndu- hlíð. Þau eru frumgotnesk og varla yngri en frá 14. öld. Virðast vera islenzk að uppruna. 6169. — Kirkjuklukka steypt úr kopar, hæð með krónu 46 sm., þverm. neðst 38 sm. að utanmáli; slær sér mjög út neðst, en er að lögun fremur löng og mjó, þverm. um randlistann

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.