Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Side 73

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Side 73
73 6215. sl/n 6216. — 6217. 24/u 6218. — 6219. — 6220. a8/u 6221. — 6222a-b. — 1. 11 sm., br. 10,5 sm., bogamynduð horn; spaðar með með naglagötum á. Fundin s. st. Sami: Hálfkringla úr mjúkum ljósgráum steini, brot, helmingur af eins konar skál, sem verið heflr mjög grunn, d. 2,3 sm., þverm. 19,3 sm., botn flatur, barmar fláir. Botninn 3,5 sm. að þykt, typpi upp úr honum miðjum, og gat í gegnum það niður úr. Á botninum eru og 2 mjóar holur, 1 sm. að dýpt, — hafa máske verið aðrar tvær slíkar á hinum helmingnum. Hliðin slétt að utan, með 3 rákum umhverfls, hæð 6 sm. Botninn sléttur að neðan. Óvíst til hvers notuð hefir verið, — ef til vill ljósáhald. Fundið s. st. Sami: Járnbitull með föstum stöngum, 1. milli stanga 12 sm., bugða á miðju. L stanga 16 sm., auga (hring- ur) á efri enda fyrir kjálka og lykkju á neðri enda, sem í leikur laus taumhringur. Mitt á meðal bituls og lykkju er eyra áfast fyrir keðjuna eða bandið undir kjálkana. Gamall og sjaldséður. Hoppungur, eins konar silungadorg, er tíðkast við Mý- vatn, skaft stutt, úr horni, sveigt einkennilega; hnúðar á enda, rendur úr birki. Færið úr líni, með áttstrendri blýsökku og íslenzkum járnöngli, með lykkju á endanum. Silunganet mývetnskt, riðið úr grönnum hörtvinna hvít- um, óbleiktum; teinar úr hrosshársbandi. Flár úr tré og korki, en að neðan eru sortulitaðir leggjabútar, og steinar á endum. Möskvastærð 4,5 X 4,5 [sm.; dýpt (breidd) netsins er um 85 sm. Silungaskrína mývetnsk úr greni; birkihöldur á göflum og band í, brugðið úr togþræði grófum. Stærð: 1. 46,5 sm., h. 35 sm., br. 12,5 sm. Þessir siðasttöldu 3 gripir eru allir nýgerðir og fengnir til safnsins af Iðnsýningunni 1911. Peningapoki prjónaður með margs konar prjóni og með mörgum litum. Við opið leikur á prjónuðu bandi lítill nýsilfurhringur, sem smeygt er yfir og um opið til að loka þvi; íslenzkur og all-gamall. öskjur úr tré, sporöskjumyndaðar, gamallegar, mjög litlar, hæð mest 4,7 sm., 1. 8,2 sm., br. 5,1 sm. Lokið útskorið. Teningar 2 úr kopar, mjög líkir, 1 kúb. sm. að stærð, 1—6 holur á hliðum; að likindum kotruteningar. 10

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.