Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Page 59

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Page 59
GAMLA BÆNHÚSIÐ Á NÚPSSTAÐ 63 leg fyrir bæ á þeim slóðum, enda voru í henni hlaup þegar um árið 1201.5) Það mælir og gegn bæjarstæði undir (norð-)vesturhlíð Lóma- gnúps, að sól kemur þar seint á morgnum og væri örðugt að þurrka þar töður. Ekki virðist heldur eins grasgott þar austur við núpinn sem heima við bæinn. Auk alls þessa verður að hafa í huga, að aust- ur við Lómagnúp hafa aldrei fundizt menjar um bæ og engin örnefni né munnmæli bepda til bæjarstæðis þar. Ég hallast því að þeirri skoðun, að bærinn að Lómagnúpi hafi staðið á svipuðum slóð- um og bærinn á Núpsstað stendur enn og hafi aldrei eftir að byggð festist staðið nær Lómagnúpi. Sa(/a kirkjunnar. Ekki er vitað hvenær fyrst var gerð kirkja að Lómagnúpi,. en talin er hún meðal prestskyldra kirkna í kirknatali Páls biskups Jóns- sonar frá því um 1200. Elzti máldagi kirkjunnar er máldagi Jóns biskups Sigurðssonar frá því um 1340; hann hljóðar svo: „Nikulásskirkja að Lómagnúpi á tvo hluti í heimalandi, 3 kýr, 50 ásauðar og 4 geldær, naut tvævett, hundraðshest og 10 aura. Innan veggja eina hvílu, þrenn messuklæði að öllu og messustakk, 4 altara- klæði og 3 dúka, kaleik 1 og þrenn corporalía, kertistikur 3,. smelta- kross, glóðaker og eldbera, 9 merkur vax, sloppa 2 og 2 kantarakáp- ur, klukkur 3 og tjöld umhverfis kirkju, 3 merkur í bókum, mundlaug, róðukrossa 3, sacrarium mundlaug, tréskrín með reliquiis, hálft sjötta hundrað fjöru. Hún á og stól og lektara. Þangað liggja undir 2 bæir til tíundar, og er bænhús að Raufarbergi og takast af 6 aurar. Þar skal vera prestur og djákn“.6) Hér má sjá, að kirkjan er prýðilega efnuð og ágætlega búin, ekki sízt af svo fásóttri kirkju að vera. í Vilchins máldaga frá 1397 kem- ur fátt nýtt fram. Þó má sjá, að kirkjan hefur efnazt nokkuð að lausafé, en hefur þó eignazt fátt nýrra gripa. Nú verður langt hlé á máldögum, unz kemur að máldaga Gísla biskups Jónssonar frá því eftir 1570. Þar kemur fram, að nú á kirkjan allt heimaland, en raunar er varasamt að treysta máldag- anum, þar eð hann er greinilega ónákvæmur. Þó er víst, að kirkjan er vel efnuð enn, en kirkjuskrúða hefur farið talsvert aftur.7) Árið 1645 vísiterar Brynjólfur biskup Sveinsson kirkjuna á Núps- stað í fyrsta sinn og ritar um það mjög fróðlega skýrslu: „Nikulásar- kirkja að Lómagnúpi á tvo hluti í heimalandi, þriðjungur í jörðinni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.