Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Side 67

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Side 67
GAMLA BÆNHtlSIÐ Á NÚPSSTAÐ 71 hús, en engin sérkenni bænhúsa hefur hún og auk þess er eigandi hennar Skálholtsdómkirkja sjálf, og má nærri geta, að biskup- amir, sem einmitt beittu sér fyrir því að hún var lögð niður sem sóknarkirkja og voru mótfallnir bænhúsum, hafa ekki ýtt undir presta sína að nota hana til tíðagerða. Vafalaust hefur heima- mönnum á Núpsstað þótt vænt um þessa gömlu kirkju, þar sem þeir voru skírðir og fermdir og ættingjar þeirra og vinir hvíldu í kringum hana undir leiðum í kirkjugarðinum. Því fólki til hugg- unar hefur Jón Steingrímsson og fyrri prestar messað þar. Lík- lega hefur guðsþjónustum fækkað fljótt eftir daga Jóns Stein- grímssonar, enda eru ekki til öruggar heimildir um tíðagerðir í húsinu eftir hans daga.19) Frá 1765 og fram undir 1800 var kirkjan raunverulega bænhús, en alla 19. öld og fram til þessa dags hefur hún miklu fremur verið skemma, en þó notuð sem bænhús þá sjaldan að jarðað var þar, og hafa því eigendur og ábúendur sýnt kirkjunni gömlu meiri rækt en öðrum jarðarhúsum. Ekki skal neinu um það spáð, hver orðið hefðu örlög þessa gamla guðshúss, ef allt hefði farið fram með eðlilegum hætti, en nú dundu yfir þau býsn, sem næst hafa gengið þessu húsi vegna þeirrar fátæktar, sem af leiddi, en það voru Skaftáreldar, sem hófust á hvítasunnudag árið 1783. Síðari hluta sumars 1783 tók eldrennslið svo austlæga stefnu að kirkjunni á Núpsstað var ekki talið óhætt. Séra Jón Steingríms- son fór því þann 20. ágúst að Núpsstað „og tók þaðan allt hvað kirkjunni tilheyrði og ég gat með mér flutt.“20) Þann 12. sept. sama ár segir séra Jón í bréfi til Finns biskups Jónssonar: „Er nú áin (þ. e. Brunná) farin að stíflast og eldur farinn að kvikna austan til í Núpahraununum, hvað langt sem koma kann.----------- Áður hafði ég burt komið skrúða kirkjunnar á Núpsstað. En nú þá ég þetta heyrði, fékk ég mér menn og fór austur þann 6ta hujus (þessa mánaðar), tók Núpsstaðarfólkið til sakramentis og embættaði í kirkjunni daginn eftir. Var þar þá öskufall svo mikið, að meira var myrkur en dimma í kirkjunni. Tók ég svo skrúða kirkjunnar, bækur, peninga og annað lauslegt til mín, hvað sem upp á kynni að koma. En með klukkurnar gat ég ei í það sinn farið, og bað ég Hannes á Núpsstað fyrir þær. Ætla og, ef guð þyrmir því húsi og ég helzt hér við, að embætta þar aftur, fólki því til huggunar, sem að hvergi getur nú flúið eður sér fyrir komið og hefur ei annað í hyggju en eyða ætinu sér til lífs vetrarlangt."21) Þegar séra Jón skrifaði þetta bréf, mun hann ekki hafa órað fyrir,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.