Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Side 94
98
ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1. O. 490. (X148). Rúmfjöl úr beyki(?). L. 99.5. Br. 15.5. Þ.
um 1.5.
2. Stórt stykki hefur losnað frá fjölinni um sprungu, og er fest
á aftur með járnnöglum. Annars staðar hafa verið sett ný smá-
stykki í fjölina. Einkennilegar dældir og göt við brún og á bakhlið.
Bendir það til, að smíðaefnið sé rekaviður? Brúnbæsuð.
3. Upphleypt skraut á framhlið, ristir bókstafir og ártal á bak-
hlið. Jurtaskreyti er á framhlið í sléttum, 9 mm breiðum ramma.
Er ramminn beinn meðfram langhliðum, en í sveigjum og brotum
við endana. Líklega er bezt að líta á jurtina sem tvígildan vaftein-
ung, þ. e. a. s.: teinungur liggur til beggja handa út frá miðju, en
ekki samhverft. Stönglarnir eru ýmist breiðir, eða allt að 2 sm,
eða mjóir, um 5 mm. Þeir hlykkjast og teygja úr sér á einkennilega
óreglubundinn hátt. Þar sem stöngull er breiður, eru blaðtungur á
honum öðrum megin, en á mjóu köflunum er akantusblað út frá
einni hlið eða báðum. Greinarnar enda á undningum, blöðum eða
akantusblómum. Oft er rist miðtaug á blaðflipum, stundum fleiri
taugar. Hæð hins upphleypta skreytis um 2 mm. — Allvel unnið.
4. 1791.
5. Ále.trun með bókstöfum, sem minna á gotneska prentstafi:
P S A Jeg ligg og sef alldeilis med fridi;
. . . þu drottin hia . . . r mier alleina
ad eg bui triggt i . . .
OSS GID 1791
6. Safnskýrslan: Torfastaðir, íslandi. Keypt á 2 kr.
7. Safnskýrslan:-----------áletrun, sem virðist tæpast vera á
hreinni íslenzku:
Ieg ligg og sef alldeilis með friði
þui þú drottin hialpar mier alleina
að eg búi triggi=lega.
1. D. 6042 a. (499—1944) Rúmfjöl úr furu. L. 116.3. Br. 18.5,
Þ. 1.2.
2. Sprungin. Smáflísar dottnar úr. Dálítið maðksmogin. Ómáluð.
64. mynd.
3. Strikheflaðar langbrúnir. Að innanverðu upphleyptur útskurð-
ur, allt að 7—8 mm á hæð. Gerður úr digrum latneskum bókstöfum,
en þeir úr 1—V/% sm breiðum böndum með innri útlínum. Bak við
þá miðja liggur eftir endilöngu bandlaga stöngull (þræddur í eitt