Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Qupperneq 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Qupperneq 8
12 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS leið þótti þá ekki eins víst og áður hafði verið talið, að myndin væri í raun og veru af Ólafi helga. Næsta stig rannsóknarinnar hlaut því að verða að nálgast kvenlíkneskið, sem enn var á Stað, og bera það saman við Búðardalslíkneskið. í þessu skyni fékk Þjóðminjasafnið myndina lánaða frá kirkjunni. Þar sem hún er sú eina af Staðarmynd- unum, sem aldrei fyrr hefur úr kirkjunni farið, skal henni lýst hér fyrstri. 1. Konumynd úr eik, 44 sm á hæð, 14,5 sm breið neðst, mesta þykkt um 11 sm. Myndin er flöt og óunnin að aftan, er í rauninni hátt upphleypt lágmynd, en þó er höfuðið heilskorið og hefur skilið sig alveg frá bakgrunninum, sem myndin var fest á. Konan er krjúp- andi, með samanlagða lófa á brjóstinu, þ. e. í tilbeiðslustellingum, hallar lítið eitt á, en horfir fram, alvarleg í bragði en þó eins og milt bros á andlitinu. Ennið er einkennilega hvelft, hár slegið og skiptist til beggja hliða, nær niður á mjaðmir báðum megin. Miklir liðir eru djúpt skornir í hárið. Konan er í síðum kyrtli með löngum ermum og á þeim uppslög. Utan yfir, um aðra öxl og niður eftir báðum megin, er mikil skikkja, sem fellur í stórum djúpum fellingum niður á stall. Fellingarnar eru vel flestar eðlilegar, en þó eru sumar greinilega um- fram það sem eðlilegt væri að klæði féllu og til þess gerðar að láta sér verða sem mest úr fyrirferð skikkjunnar. Myndin er máluð nú, kyrtill rauðbrúnn, skikkja sterkgræn, hárið svart, andlit og hendur með hörundslit. Þessi málning er ekki illa gerð, en hún er ekki upp- runaleg. Enginn undirburður éða undirhvíti er undir málningunni, og naumast kemur til mála, að hárið hafi verið svart, því að þetta er María, eins og sumir hafa talið og síðar verður greint. Hún hefur haft gyllt hár, enda má víða sjá leifar af gyllingu í hárinu, þegar það er skoðað undir stækkunargleri. Á þessu er því enginn vafi. Annars verður ekki með vissu sagt, hvaða lit myndin hefur borið í öndverðu, né heldur örugglega vitað, hvenær hún var málu'ð eins og hún er nú. Sennilega hefur það verið á 19. öld, en vafalítið hefur hún verið hartnær sem ómáluð, þegar það var gert. Upprunalega máln- ingin hefur verið fallin af, þótt enn vottaði fyrir leifum af gyllingu í hárinu. Ofan í höfuð myndarinnar er a. m. k. 5 sm djúp hola kringlótt, 1,6 sm í þvermál. Hún mun m. a. hafa átt að koma í veg fyrir að myndin rifnáði, en einnig hefur hún verið til að festa myndina í vinnubekk, meðan á smíði hennar stóð. Neðan á stallinum sjást á fjórum stöðum för eftir sömu bekkhakana, en þeir voru til að festa mvndina í bekkinn. Þar sjást einnig sagarför og naglaför tvö eftir nagla, sem fest hafa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.