Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 14

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 14
18 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS ar farið var að grafast fyrir, rifja'ðist það upp, hvar myndin var niður komin. Björn Th. Björnsson listfræðingur tók við myndinni á Stað árið 1956 í því skyni að koma henni á Þjóðminjasafnið. Með sam- þykki þjóðminjavarðar varð það þó úr, að hann fengi að hafa hana hjá sér um stundar sakir að flutningslaunum, en yfir þetta fyrndist, og var ekki gengi'ð eftir myndinni af safnsins hálfu, enda vissi þá enginn, að hún væri hluti af heild, sem hægt væri að koma saman aftur. En nú var málið tekið upp, og stóð þá ekki á að myndin kæmist í áfangastað (3. 11. 1967), og féll þá allt í ljúfa löð. Skal nú myndinni lýst of sama far og hinum tveimur. 3. Þriðja líkneskið, 60 sm hátt eins og líkneskið frá Búðardal, mesta breidd 27,5 sm og mesta þykkt um 9 sm. Myndin er flöt að aftan eins og báðar hinar, og hefur átt að verka eins og hátt upp- hleypt lágmynd nema höfuðið, sem losar sig að verulegu leyti frá bak- grunninum. Myndin sýnir mann, sem situr á bekk e'ða stól eins og hinn maðurinn, og stólbrúðan er af sömu gerð og hin. Þessi maður horfir hálfskakkt fram eins og hinn, en til hinnar hliðarinnar eða til hægri framan frá séð. Hann er í ákaflega fellingamikilli skikkju, skósíðri, sem fest er saman á brjóstinu með þverbandi, mjög eins og á hinni myndinni. Á skikkjufaldinum, þar sem hann sést, svo og á börmum á brjóstinu, sjást ógreinilegar punktaraðir, sem áreiðan- lega eru eftir munstur, sem þar hefur verið í málningunni, sem eitt sinn hefur að sjálfsögðu hulið allan flöt myndarinnar, þótt nú sé ekk- ert eftir af henni nema vottur af undirhvíti niðri í skorum, og vott af gullkornum má sjá hér og hvar undir stækkunargleri. Hendur vantar báðar, og hafa þær verið sérsmíðaðar. Hægri hönd hefur verið fest í holu, sem grafin er í handleggsstúf, en vinstri höndin hefur verið fest með veigalitlum blinding eins og hægri höndin á hinni myndinni. Andlit mannsins er unglegt með háu kúptu enni eins og kvenlíkneskið, með stuttu hrokknu skeggi, sem í er sums staðar eins og talan 6 til að sýna liðina. Hárið er eins gert og á hinni myndinni, fellur í vöndl- um niður á herðar. Hola er ofan í höfuðið eins og á kvenmannsmynd- inni, en aftan við holuna vantar stykki í höfuðið. Líklega hefur lista- manninum mistekizt me'ð smíði sína, og hefur hann talið bezt úr því bætt með því að skera úr trénu væna skák og líma stykki í og skera síðan aftur. Samskeyti hefur hann ætlazt til að hyrfu undir máln- ingu. Einhvern tíma hefur svo iímingin bilað og stykkið týnzt. Líkneski þetta er smíðað úr mjög svipaðri eik og hin bæði, helzt úr sama trénu að því er ætla má, og neðan á stallinum eru óljós för eftir bekkhaka eins og á hinum myndunum. Myndin ber nú dálítið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.