Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 36
40 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Minjasafninu á Akureyri, Skjala- og minjasafni Reykjavíkur, Nor- diska Museet í Stokkhólmi,2 Hamburgisches Museum fiir Völker- kunde í Hamborg3 og Föroya Fornminnissavni í Þórshöfn. Nokkrir eru svo í einkaeign. Myndir þær af öskum Stefáns, sem fylgja, gefa góða hugmynd um skurðinn, en rétt er að lýsa þeim me'ð nokkrum orðum, en þeir eru svo nauðalíkir, að lýsingin getur átt við þá alla. Askarnir eru af venjulegri stærð og með venjulegu lagi, en út- skurðurinn á lokinu er mjög sérstæður. Á miðju loki er sléttur flötur, sem á er skorin sexblaðarós, og innan í henni er eins konar stjarna. Umhverfis eru hringar með íleygskurði, ýmist örfínir hringar, sem minna á krákustíg, eða allgrófir hringar, líkastir tannhjóli, og er þess konar hringur úti við lokbrún. Upp af totu og hlýrum ganga ferhyrndir, upphækkaðir fletir með fleygskurði og lítils háttar skipa- skurði, og er eins og skurðurinn á lokinu sjálfu hverfi undir þá. Frammi við totuna er ártal, en á hlýrum skakkskornir ferhyrningar, samsíðungar, en stundum þó aðeins fleygskurðarbekkir. Til hliðar á lokinu eru blóm, líkust klofnum túlípanablómum (,,klukkublóm“), og er þetta sameiginlegt einkenni á öskum þeim, sem telja má eftir Stefán. Þau slíta í sundur bekkina eða kransana á lokinu. Ofan á uppistöðunni eru yfirleitt þrír skákrossar, en annars er enginn útskurður á askinum sjálfum. Um Stefán Jónsson askasmið er lítið vitað fram yfir það, sem segir í kirkjubókum og húsvitjunarbókum. Samkvæmt þeim er hann fæddur að Selá í Hvammssókn á Skaga, 2. desember 1832. Foreldrar hans voru hjónin Jón Sigurðsson og Anna Jónsdóttir, er þá bjuggu þar. Stefán er talinn vinnumaður á Selá 1850—1853, en árið 1854 er hann kominn vinnumaður að Sýðra-Mallandi á Skaga, þar sem hann átti síðan heima til æviloka. Hann kvæntist Ragnhildi Gott- skálksdóttur, vinnukonu þar, 23. október 1854, og hófu þau búskap að Syðra-Mallandi árið eftir. Þar bjuggu þau unz Stefán lézt, 27. desember 1868 (ekki 27. febrúar, svo sem segir í Bænda- og búenda- tali í Skagafirði), en Ragnhildur hélt þó áfram búskap til 1870. Þá fluttist hún að Hrauni á Skaga með börn sín. 2 Askinum i Nordiska Museet hefur Ellen Marie Mageroy lýst nákvæmlega i Árbók 1957—1958, bls. 104. s Þessum aski hefur Ellen Marie Mageroy lýst nákvæmlega í Árbók 1964, bls. 128—129, og þar er einnig góð mynd af honum öllum. Stór mynd af loki asksins er í myndaheftinu með riti hennar Planteornamentikken i islandsk treskurd, Bibliotheca arnamagnæana, Suppl. Vol. VI. Kaupmannahöfn 1967, mynd nr. 368. Frú Mageroy minnist lítillega á Stefán askasmið á bls. 117.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.