Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 41

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 41
GÍSLI GESTSSON ÁLNIR OG KVARÐAR Þessari grein er ætlað að íjalla um álnir þær, sem notaðar hafa verið við mælingar hér á landi og þá kvarða, sem hafðir voru við mælingarnar. Alin var aðaleining í hinum fornu íslenzku mælingakerfum. Hún var tiltekinn hluti af faðmi (eða stiku), en fet, kvartil og þumlungar voru ákveðnir hlutar af alin. Ekki voru allar álnir jafnlangar, enda nefndust þær ýmsum nöfnum, svo sem Hamborgaralin, dönsk alin, íslenzk alin o. s. frv. Björn M. Ólsen og Magnús Már Lárusson hafa áður skrifað um álnir1, og er hér á eftir einatt stuðzt við greinar þeirra, þó höfundur þessarar greinar sé þeim ekki alltaf sammála. Talið er, að upphaflega hafi alin verið lengdin frá olnboga manns fram á fingurgóm; hin náttúrlega alin. Sú alin gat verið breytileg að lengd og því óhentug í verzlunarviðskiptum. Því var það meðal annars að um árið 1200 var löggiltur kvarði, sem markaður var á vegg kirkjunnar á Þingvöllum. Hann var talinn 20 álna langur og við mælingar á vaðmálum, klæðum o. fl. skyldi nota tveggja álna langar stikur. Skyldi stikan vera 10. hluti af hinum löggilta kvarða.2 Af Búa- lögum og fleiri heimildum er svo að sjá, að nafnið stika hafi síðar verið notað um mælieiningu, sem einmitt var tvær álnir fornar. í Páls sögu biskups er sú grein gerð fyrir löggildingunni, að svo margs konar kvarðar innlendir og erlendir hafi verið í notkun á þeim tímum að vandræðum olli.:: Hætt er þó við, að sá siður, að nota sam- tímis mörg mælikerfi hafi haldizt þrátt fyrir löggildingu Þingvalla- kvarðans, svo sem löngum hefir verið og viðgengst enn í dag. Áhald það, sem mælt var með, nefndist kvarði eða stika. Álnirnar var hægt að marka á kvarðann eftir kvarða þeim, sem markaður var a vegginn á Þingvallakirkj u á meðan hann var enn við líði, eða öðrum löggiltum kvörðum, en síðar og sjálfsagt löngum fyrr eftir öðrum kvörðum, sem menn töldu rétta, þó þeir væru ekki löggiltir. Það
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.