Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Page 50

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Page 50
54 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS um er skipt í hálfþumlunga, með strikum nokkru styttri en þumlungastrikunum, 1. 1,19 sm—1,46 sm. Sum strikin hallast nokkuð og minnkar það nákvæmnina. Frá Nikulásarhúsum i Fljótshlíð, kvarði Páls Auðunssonar. BHS. AH. 222. Kvarði úr furu, sljóferstrendur 1. 71,0 srn, br. efst 2,4 sm, en mjókk- ar talsvert fram, þ. 1,3 sm, handfang 8,3 sm 1. mælt að efsta deilistriki, og i hliðar þess eru gerðir stallar, sem afmarka eins konar meðalkafla. Á aðra hlið hand- fangsins, sömu megin og deilistrikin eru á kvarðanum, er grunnt og óvandlega grafið K. Sjálfur mælikvarðinn er að I. 62,6 sm — 62,7 sm, þar eð efsta deilistrikið hallast nokkuð. Kvarðanum er síðan skipt með þverstrikum i kvartil, 1. 15,5 sm — 15,7 sm. Frá Svinavatni. BHS. 301 A. Kvarði úr furu, ferstrendur og nokkuð máður á brúnum, 1. 71,7 sm, þar af handfang 9,3 sm, en lengd mælikvarðans sjáifs 62,3 sm, en nokkuð er slitið af endanum. Handfangið er óvandlega telgt, og nokkuð er flaskað úr brún mælikvarðans efst. Þar er breidd kvarðans 1,7 sm, þ. 1,4 sm, en hann mjókkar og þynnist nokkuð fram. Á einni hlið er mælikvarðinn afmarkaður frá handfang- inu með þverskoru, 62,3 sm 1. svo sem fyrr var sagt. Með sams konar þverskorum eru mörkuð á sömu hlið 4 kvartil, það fremsta er 15,1 sm 1. en hin 15,7 sm —15,8 sm 1. Sé gert ráð fyrir að máðst hafi 0,6 sm af oddinum, væru öll kvartilin um 15.7 sm 1. og lengd mælikvarðans þá 62,9 sm, eða rúm dönsk alin. öllum kvarðanum er skipt í 24 þumlunga, er sá fremsti 2,1 sm að 1., en hinir 2,4 sm — 2,7 sm. Frá Stafni í Svartárdal. BHS. 553 A. Kvarði úr fiötu járni með eins konar hjöltum og sívölum meðalkafla. Lykkja er í efra hjaltinu og hringur í, lengd hjalta. meðalkafla, lykkju og hrings 13,6 sm. Meðalkaflinn er þykkastur um miðju, 1,1 sm, og þar er svo sem rennt úr járninu þannig að fram kemur þar kúluhluti. Mælikvarðinn sjálfur er að 1. 62,0 sm, br. efst 1,3 sm og fremst 1,0 sm, þ. 0,40 sm efst en fremst 0,15 sm. Á aðra hlið kvarð- ans eru mörkuð 4 kvartil með þverskorum. Það fremsta er 14,7 sm 1., en hin 15,7 sm —15,8 sm. 6 þumlungar eru markaðir í öll kvartilin, nema 5 í það fremsta, en þar er fremsti „þumlungurinn" 4,4 sm 1.. en aðrir þumlungar á kvarðanum eru 2,5 sm — 2.7 sm 1. Þumlungamerkin eru stuttar skorur I aðra brún kvarðans. Svo virðist sem framenda kvarðans hafi verið breytt, hann er of stuttur og rétt þumlungamerki eru þar ekki. Smíðað hefir Tómas í Brekkukoti um 1880. Frá Marðarnúpi. BHS. 555 A. Kvarði úr furu, ferstrendur og jafnhliða, 1. 74,0 sm, þvm. efst 1,6 sm, fremst 1,1 sm. Á kvarðann er gerður stallur allt um kring og afmarkar hann mæli- kvarðann sjálfan, en ofan stalls er handfangið. það er telgt sívalt, gildast um miðju og er þar jafngilt kvarðanum, 1. 11,3 sm. Kvarðinn er brotinn i tvennt og á hann vantar dálítinn flaska, en ekkert vantar á lengd kvarðans. Sama alinin er mörkuð á allar hliðar hans og er lengd hennar 62,7 sm. Á framhlið er dregið strik langsum 0,35 sm frá annarri brún. Kvartil eru mörkuð með strikum þvert yfir þessa hlið brúna á milli, 1. 15,6 sm —15,7 sm. Á þessa hlið eru einnig markaðir þumlungar, 6 í hverju kvartili, með strikum, sem ná að langstrikinu, nema tvö efstu strikin ná þó þvert yfir hliðina. Þumlungarnir eru að 1. 2,50 sm — 2,65 sm. Á næstu eða 2. hlið eru aðeins mörkuð 4 kvartil, 15,6 sm —15,7 sm löng. Á 3. hlið, bakhliðina, eru aðeins mörkuð 2 fet, það fremra 31,4 sm og það efra 31,3 sm langt. Á 4. hlið eru mörkuð þriggja þumlunga löng bil, eða % kvartil. Þau eru 7,8 sm — 7,9 sm löng. Kvarðinn er nokkuð slitinn á brúnum. Frá Guðrúnarstöðum í Vatnsdal. BHS. 652 A. Kvarði úr fíngerðum laufviði, ferstrendur með 1 sm breiðum hliðum. Brotnað hefir af öðrum enda, en á hann er nú stallaður bútur úr líkum viði og negldur á gamla kvarðann. Alls er kvarðinn 60,7 sm langur, af gamla kvarðanum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.