Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 54

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 54
58 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS aðeins hægt að mæla 5 þessara hálfkvartila. Þau eru að 1. 36,45 sm samtals og samkvæmt því ætti öll þessi alin að hafa verið 58,32 sm. Kvarði þessi hefir brotnað fyrir löngu, en verið spengdur með 2 látúnsræmum, sem stallaðar hafa verið í efri og neðri brún. Aftur hefir kvarðinn brotnað á sama stað, og er nú aðeins eftir hluti af efri spönginni, en brotið framan af kvarðanum er týnt. Ekki fer á milli mála, að kvarða þennan hefir Filippus Bjarnason á Efri-Hömrum skorið, enda er kvarðinn merktur honum og er ágætt smiði. Má vera að hann hafi borizt út í Hrunamannahrepp með föður eigandans, Guðmundi Brynjólfssyni frá Keldum á Rangárvöllum. Frú Hulda Bergmann Sigfúsdóttir, Grœnuhlíö 19, Reykjavíh. Kvarði úr mahogný, talsvert áþekkur Sk. nr. 1807 og kvarða Böðvars Guðmundssonar, enda eftir sama mann. Kvarðinn skiptist eins og þeir í handfang og mælikvarða. Handfangið myndast af gegnskornum laufavindingum og myndast lykkja aftast á því. Alls er kvarðinn að i. 72,5 sm og handfangið að 1. 13,6 sm, h. 3,7 sm og þ. 1,9 sm. Á handfanginu er sléttur flötur og á hann skorið með latneskum upphafsstöfum fangamark EID. Aftast á annarri hlið mælikvarðans er skorið með gotnesku letri ANNO, en aftast á hinni með latneskum upphafsstöfum MABSVI (M = 1000, A = 500, B = 300, S = 70, VI = 6, 1876). Annars eru hliðar kvarðans að mestu skreytt- igaWlillUMMgHMi 3. mynd. Kvaröi Huldu Bergmann Sigfúsdóttur. — Ljósm. G. G. ar laufamunstrum, en þó eru skorin tvö lágfætt og ferfætt dýr rétt við letrið. Dýrin eru alllík, en þó ekki eins, með stórt höfuð og langa skolta og með hala, sem endar í laufavafningum. Á enda kvarðans eru sneiðingar á báðum hliðum og er látúnsplata brotin yfir endann og negld á sneiðingarnar, svo fram kemur eins konar endabjörg á kvarðann. Á annarri brún kvarðans er mörkuð alin, sem endar uppi á handfangi við þrjá látúnsnagla. Allri er alin þessari skipt í hálf- kvartil, og auk þess er fet markað með þremur nöglum og efst kvartil á sama hátt, en öll hálfkvartilin með einum nagla. Aftasta kvartili er skipt í 6 þumlunga á sama hátt. Alin þessi er að 1. 62,4 sm, fetin 31,25 sm og 31,15 sm, kvart- ilin 15,5 sm —15,7 sm og þumlungarnir 2,50 sm — 2,64 sm. Á gagnstæða brún er mörk- uð önnur alin frá enda upp að handfangi. Þeirri alin er skipt í kvartil fremst með einum, en ofar með 2 hliðstæðum látúnsnöglum. Alin þessi er að 1. 58,2 sm og kvartilin 14,5 sm. Á miðjum kvartilabilunum eru óljósir punktar og hefir smiður- inn líklega ætlað að merkja þarna hálfkvartil, en hætt við það. Þessi bil eru mjög nærri 7,27 sm 1. Kvarði þessi er greinilega eftir Filippus Bjarnason eins og kvarðarnir Þjms. 1051, Sk. 1807, og kvarði Böðvars Guðmundssonar. Frú Þorbjörg Bergmann móðir núverandi eiganda eignaðist kvarða þennan, en ekki er vitað hvaðan. Hér hefir verið lýst 38 kvör'ðum, sem á eru mörkuð 50 alinmál æði mislöng. Stytzt er alinmál á BHS. S. 295, kvarða Finns frá Kjörs- eyri, sem hann nefnir ísl. al., 47,1 sm, en lengst á Þjms. 1051 og Sk. ótölus., 63,2 sm. Til þess að gefa hugmynd um lengdarskiptingu alinmálanna, hefi ég gert meðfylgjandi mynd, þar sem hver súla merkir það alinmál, sem á hana er skráð, og er þá miðað við að allir aftari endar þeirra liggi samhliða. Kemur þá allur lengdarmunurinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.