Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 64

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 64
68 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS álnir (= 188 sm), en það var fjarri lagi á þeim tímum, en þetta kemur hins vegar á sinn hátt heim við dæmi það, sem hann tekur af katlamálsskjólunni, sem nánar verður rætt hér á eftir. Björn M. Ólsen tók þetta mál til nýrrar yfirvegunar og birti um það merka grein í Árbók hins ísl. fornleifafélags 1910, Um hina fornu íslenzlcu alin. Er hér víða höfð hliðsjón af henni, svo sem fyrr er sagt. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að hin forna alin hafi verið ekki styttri en 48,909 sm, en það er eins og Páll Vídalín reiknar og Hamborgaralin þá talin 57,064 sm, og ekki lengri en 49,143 sm, sem honum þykir trúlegra, þar eð hann telur meðalhæð hafa verið 172 sm líkt og Norðmanna nútímans. Einnig telur Björn, að þessari alin hafi verið skipt í 24 þumlunga. f Skírni 1958 tekur Magnús Már Lárusson íslenzk mælikerfi til nýrrar yfirvegunar í greininni íslenzkar mælieiningar og er því ekki að leyna, að í þessari grein er víða höfð hliðsjón af henni, þó ni'ður- stöður séu sums staðar aðrar. Magnús telur hinar fornu íslenzku álnir hafa verið tvær, hin styttri hafi verið 47,7 sm, en hin lengri 55,6 sm (= stika?). Álnum vill hann skipta í 20 þumlunga. Hér á eftir verður lengd hinnar fornu íslenzku álnar tekin til nýrrar yfirvegunar. í Grágás, Járnsíðu og Jónsbók sést að meðalmaður hefir verið tal- inn 3y2 alin að hæð éða 7 fet, svo sem þeir Páll Vídalín og B. M. Ólsen hafa bent á.29 Skulu helztu rök þeirra rifjuð upp hér. í Grágás segir: „eN lög garðr er .v. feta þiockr við iorð niðri eN .iii. ofan taca í öxl manne af þrepa. þeim er gildar alnar oc faðma hevir“.30 f Járnsíðu er þetta orðað svo: „En þat er loggarðr er er fim fóta þykkr við iorð en .iij. ovan, axl har af þrepi meðalmanne."31 í Jónsbók hljóðar þetta ákvæði þannig: „En þat er löggarðr er .V. feta þykkr er við jörð niðri, en þriggja ofan; hann skal taka í öxl þeim manni af þrepi er hann er hálfrar fjórðu álnar hár“.32 Það er ljóst af þessu, að sá maður, sem var 3y2 forn íslenzk alin á hæð var talinn meðalmaður. Nú vitum við með sæmilegri vissu, hve hár meðalmaður var á þeim tímum, eða mjög nærri 172,2 sm sam- kvæmt mælingum Jóns Steffensens.33 Ef deilt er í þessa tölu, 172,2 sm með 3,5 fæst forn íslenzk alin sama sem 49,2 sm. Ég hygg, að maður, sem hefði verið 5 sm hærri eða lægri en 172,2 sm hefði ekki verið kallaður meðalmaður, heldur hár maður eða lágur. Út frá þessari lauslegu athugun fæst forn íslenzlc alin — U9,2 sm ± 1,7 sm. Þetta virðist mér vera skásti grundvöllur fyrir útreikningi hinnar fornu íslenzku álnar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.